Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1975, Blaðsíða 29

Skinfaxi - 01.04.1975, Blaðsíða 29
sæmdi formaður UMFÍ, Hafsteinn Þor- valdsson, Hjört Jóhannsson starfsmerki UMFÍ, en Hjörtur hefur starfað lengst allra sem formaður UFHÖ. Sunddeild félagsins söng og sýnd var mynd frá landsmóti UMFÍ í Hveragerði 1949 en síðan var dansað til kl. 2. e. m. Á þrettándanum var álfabrenna. í heimsókn komu Grýla, Leppalúði og jólasveinarnir auk Kölska og hans fylgd- arliðs. Síðan var dansað í Hótelinu til miðnættis. Af öðrum atriðum má nefna mót í borðtennis, en þar var sigurvegari Þórð- ur Snæbjörnsson, og skákmót þar sem Helgi Hauksson bar sigur úr býtum. Mikið fjölmenni var á bingókvöldi félags- ins og fullt hús á kvikmyndasýningu. Þá má nefna almennan dansleik þar sem hljómsveit Þorsteins Guðmundssonar lék fyrir dansi og barnaskemmtun með fjöl- breyttum skemmtiatriðum og dansi á eftir. Afmælishátíðinni lauk með skemmti- kvöldi sunnudaginn 12. janúar. Hljóm- sveitin Jómfrú Ragnheiður, sem stofnuð var til þess að skemmta á þessari hátíð, lék fyrir dansi 5 kvöld við góðar undir- tektir. Þótti þessi hátíð takast vel og vill stjóm félagsins þakka öllum þeim, sem að stóðu fyrir framlag þeirra. Sérstakar Jrakkir til Sigríðar og Eiríks í Hótel Hveragerði, sem ávallt hafa sýnt félaginu mikinn vel- vilja. Íþróttahátíð er fyrirhuguð á komandi sumri. Verða Jrar m. a. gestir frá Helle kommune í Danmörku, en sunddeild UFHÖ fór í keppnis- og skemmtiferð þangað á sl. ári. Nú er verið að vinna að útgáfu af- mælisblaðs. Þar verður rakin saga félags- ins í höfuðdráttum auk annars efnis. Sundfólk UFHÖ sem fór í keppnis- og kynn- isferð til Danmerkur sl. sumar og dvaldi þar í boði danskra ungmennafélaga. SKINFAXI 29

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.