Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.08.1980, Page 9

Skinfaxi - 01.08.1980, Page 9
um og hafa börnin ekki fengið íþróttakennslu síðastliðin 10 ár fyrir utan einn vetur þar sem kennt var í samkomuhúsi staðar- ins. Sundlaug hefur verið í bygg- ingu síðastliðin þrjú ár og er ekki vitað hvenær byggingu hennar lýkur, því dregið var úr Ijárfram- lögum af hendi ríkisins, og jafn- lítið sveitarfélag og hér er getur ekki staðið undir slíkum kostnaði eitt sér þó það sé allt af vilja gert. Því hefur öll íþróttastarfsemi leg- ið niðri fyrir utan borðtennis og badminton sem spilað hel'ur verð í samkomuhúsinu. En þó er loft- hæð þar ekki nægjanleg til að eðlilegt spil geti átt sér stað. Iþróttafélagið tók þá ákvörðun í vetur að reyna að fá hingað þjálf- ara til að byggja upp íþróttastarf á staðnum. Þannig að börnin fengju almenna íþróttakynningu og ekki hvað síst í þeim tilgangi að efla hreyfigetu og almennan líkarpsþroska þeirra, þar sem þeirri hlið hefur ekki verið sinnt undanfarin ár. Með því fengist einnig leiðbeining á uppbygg- ingu og örvun til félagsmanna. I lok sumarsins hefur stjórn félags- ins fullvissað sig um að með nám- skeiði sem þessu er fengin undir- staða til áframhaldandi íþrótta- starfsemi. Og er takmark stjórnar að öll fjáröflun á komandi vetri beinist að kaupum á íþróttaáhöldum og launakostnaði þjálfara. En í- þróttaáhöld hafa verið fá og að- staða til geymslu léleg. Stjórn fél- agsins ákvað að hafa námskeiðið kostnaðarlaust fyrir þátttakend- ur, þar sem þetta var frumraun, og biðja foreldra frekar um sjálf- boðavinnu til uppbyggingar á íþróttaaðstöðu. Tókst sú vinna framar vonum, þó mikið sé eftir. En hálfnað er verk þá lialið er. HVERNIC ER HÁTTAÐ SAMSTARFI VIÐ HVÍ? Því fjölbreyttara sem starlið er 3 og 10 ára. 13 oq 14 ára. Meo á myndunum er Sleinunn GucSnadótíir leicSbeinandi á íþrótíanámskeitSunum. SKINFAXI 9 M j

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.