Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1980, Síða 12

Skinfaxi - 01.08.1980, Síða 12
I UMFÍ ERLEND SAMSKIPTI NSU Það er orðinn árlegur viðburður í starfi NSU, samtökum ungmenna- félaga á Norðurlöndum, að standa fyrir samnorrænni ung- mennaviku. Hún var að þessu sinni haldin í Noregi í Lýðháskól- anum Sund í Norður Þrændalög- um um 100 km norðan við Þránd- heim. Þátttakendurá þessum ung- mennavikum er ungt fólk frá öllum Norðurlöndum auk hópsins frá danska minnihlutahópnum í Suð- ur Slésvík. Þátttakendur að þessu sinni voru um 90. Eins og í fyrri skiptin létu ung- mennafélagar frá íslandi sig ekki vanta, þeir voru 11 og þar með talinn fararstjórinn, Aðalsteinn Pálsson. Daginn fyrir brottfor hópsins var honum stefnt á skrifstofu UMFÍ, þar var lagt á ráðin um skemmti- atriði og annað slíkt sem hópurinn þurfti að hafa á hreinu fyrir utan- Norrcena ung- mennavikan ^ _ 1380 ferðina. Auðséð var að mikill ferða ahugur var kominn í mannskap- inn. Og út var haldið að morgni 25. júlí, komið til Osló um hádegið og þessum fyrsta degi eytt í að skoða miðbæinn. Um kvöldið var haldið til Þrándheims með nætur- lest, og áttu ýmsir ansi erfitt með að sofna í hristingnum og hávað- anum. Til Þrándheims var komið árla morguns, komið sér fyrir á hóteli og bærinn síðan skoðaður. Þarna er hin glæsilega Niðarós-dóm- kirkja og þótti mönnum mikið til hennar koma. Við hrepptum sól og mikinn hita um og yfir 30°C svo til alla dagana sem við dvöldum ytra. Það var því mjög vinsælt að liggja á baðströndinni í Þrándheimi en hún var á lítilli eyju rétt úti á firð- inum og var farið á milli með ferju. En við vorum að fara á norræna ungmennaviku og því stigið upp í lest seinnipart sunnudags 27. júlí og haldið á áfangastað. 'I'il Lýðhá- skólans Sund var komið um kvöld- ið og byrjað á því að fá sér að borða koma sér fyrir og skoða staðinn. Aðstaðan er mjög góð í skólanum. Góð heimavist er á staðnum, stór i eitt skipti fy rir öll Þú mokar yfir frárennslislögnina og vonar svo að hún endist um aldur og ævi. Aldrei þurfir þú að brjóta upp gólf og grafa í grunninn undir húsinu. Aldrei að rífa upp gróður og gangstéttir. Hafir þú notað PVC grunnaplaströrin frá Hampiðjunni og fyigt leiðbein- ingum upplýsingabæklings okkar þá eru allar líkur á að von þín rætist. Rörin þola öli þau efni (sýrur og basa), sem eru í jarðvegi. Samsetningin (með gúmmíhring) er einföld, fljótunnin og algjörlega þétt. Margar lengdir, allt að 5 m. Slétt yfirborð innan í rörunum veldur litlu rennslisviðnámi. Rörin eru létt og auðveld í meðförum. PVC grunnaplastið endist og endist. Það fæst í byggingavöruverslunum um land allt. HAMPIOJAN HF 12 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.