Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.08.1980, Page 18

Skinfaxi - 01.08.1980, Page 18
Iþróltu- og félagsstarfið í tölum Skinfaxa haf’a borist niðurstöður útreikninga úr ársskýrsium ung- menna- og íþróttafelaga í landinu f'yrir árið 1979. Þar sem ekki þótti lært að birta plaggið í lieild, verður revnt að gera skránni skil með því að grípa niður hér og þar. Kennoro- 09 kennslustundofjöldi Fjöldi kennara í ungmenna- og íþróttaf'élögunum yfir allt landið v'ar samanlagt 2178 fyrir síðastlið- ið ár. Þar af voru 1145 kennarar á vegum sambandsaðila UMFÍ. 1 'nnin dagsverk við kennslu voru á landinu öllu 41.200. Þar af'voru 17.268 dagsverk sem laun voru greidd fyrir en þau sem ekkert var greitt fyrir voru 24.152 og þar af 10.634 hjá aðildarfelögum UMFÍ. Ulutur aðildarf'élaga UMF’Í þar sem laun voru greidd fyrir kennslu voru 6.241 dagsverk. Fjöldi unninna dagsverka fer hækkandi með hvejru árinu sem líður. Sem dæmi má taka að á sein- ustu 8 árum hefur þeim fjölgað um meir en helming eða úr 20.604 árið 1972 í 41.420 fyrir síðastliðið ár. Þessi fjölgun, unninna dagsverka, er í réttu hlutfalli við fjölgun iðk- enda á þessum árum. Launa- greiðslur til kennara á öllu landinu námualls 301.593.670 kr. Fjöldi kennara hjá héraðssam- böndum UMFl er mjög breytileg- ur. HSK og félög þess eru með flesta kennara 172 að tölu. Næstir koma kennarar á svæði UMSK en þeir eru 160. Af héraðssamböndum UMFI er UMSK svæðið langhæst þegar lit- ið er á keypta kennslu en þeir borga rúmar 39 milljónir. Þá koma HSÞ ogUÍA með um 11,5 milljón- ir hvort samband. Lægstir eru USVS menn með rúm 600 þúsund í kennaralaun og HSS, Stranda- menn, sem greiða engin kennara- laun. Hlutfall milli fjölda kennara og gefmnar og keyptrar kennslu er sem hér segir ef tekin eru nokkur dæmi: Samb. Fj. kennara Gefin kennsla Keypt kennsla UMSK 160 1648 dagsv. 2188 dagsv. HSH 33 335 — 155 — HHF 12 149 — 89 — HSS 34 299 — 0 — USAH 53 828 — 195 — UMSE 65 580 — 382 — UÍA 130 761 — 603 — USVS 48 428 — 44 — HSK 172 1663 — 291 — Iðkendofjöldi í íþróttum Fjöldi þeirra sem leggja stund á íþróttir hefur vaxið hröðum skref- um á seinustu árum. Sem dæmi um þróunina skulum við taka nokkur dæmi: Iðkendafjöldi 1972: 37.516, 1975: 54.451, 1978: 65.652 og 1979: 73.302. Meðþví aðlíta á þessar tölur sést að iðkendafjöld- inn hefúr nær tvöfaldast frá 1971. A þessum níu árum er fjölgunin á milli ára aðmeðaltali um 4.400 iðk- endur. Fjölgunin hefúr verðið með mesta móti á árunum 1978 til 1979 því þá bætast við 7650 iðkendur. SKINFAXI

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.