Skinfaxi - 01.06.1982, Síða 10
Pálmi Gíslason formaður UMFÍ flytur
ávarp áður en lagt er af stað.
efninu Eflum íslenskt staðið. Þó
best hjá þeim samböndum sem
mættu á framkvæmdastjóranám-
skeiðið. Aftur á móti ef meta á
árangur verkefnisins þá getur það
reynst erfitt. Frá mér séð þá tel ég
að mistekist hafi að fá ísl. fram-
leiðslu fyrirtæki til að notfæra sér
þessa kynningarherferð. Þegar lit-
ið er til baka þá eru þau teljandi á
fingrum annarar handar þau fyrir-
tæki sem tóku það upp án utan að
komandi þrýstings að auglýsa sig
og sína framleiðslu þá daga sem
verkefnið stóð yfir. I þá 17 daga
sem verkefnið stóð yfir þagði
verkalýðshreyfmgin þunnu
hljóði, sennilega of upptekin við
að undirbúa næstu kjaraskerðing-
ar samninga, þó svo að vitað sé að
fáum hagsmunahópum í þjóðfé-
laginu hafi þetta verkefni komið
að jafn miklum notum og ísl.
verkafólki. Hvað ungmennafé-
lagshreyíinguna snertir þá held ég
að fá verkefni hafi getað vakið jafn
mikla athygli á hreyfingunni og
þetta og sýnir glöggt í hversu ná-
inni snertingu hún er við fólkið í
landinu og gang þjóðmála al-
mennt.
Fjármögnun verkefnisins
Þegar hugmynd þessa verkefnis
var rædd í stjórn UMFI voru allir
sammála um að þetta verkefni
skyldi ekki verða íjáröflunar verk-
efni fyrir UMFI. Það var líka ljóst
að það átti ekki að ganga á sjóði
samtakanna með þessu verkefni,
því þurfti að leita út fyrir samtök-
Hér setur Sigurður Geirdal fram-
kvæmdastj. UMFÍ hjólreiðamennina af
stað frá Lækjartorgi nákvæmlega kl.
18.00. Eins og lesa má úr svip fram-
kvæmdastjórans, þá bíður hann spennt-
ur eftir að taka á móti hjólreiðamönn-
unum að 17 dögum liðnum.
Víglundur Þorsteinsson formaður FÍI
flytur ávarp við upphaf hjólreiðarferð-
arinnar á Lækjartorgi.
in um fjárstuðning við verkefnið.
Þar var um tvær leiðir að ræða, að
leita til hinna ýmsu hagsmuna-
aðila sem tengdust ísl. fram-
leiðslu, eða að láta bjóða í auglýs-
ingaréttinn á verkefninu. Meðþví
var hætta á að áhrifamáttur verk-
efnisins sem heildar verkefnis ísl.
framleiðslu heíði verið fyrir borð
borinn.
Því var sú leið valin að leita til
hagsmunaaðila um Qárstuðning.
Þeir aðilar sem styrktu verkefnið
með verulegum fjárframlögum
voru Samband ísl. samvinnufé-
laga, Félag íslenskra iðnrekenda,
Iðnaðarráðuneytið, Iðnrekstrar-
sjóður og Fálkinn auk fjölda ann-
arra fyrirtækja. Þrátt fyrir það er
núna ljóst að framlag UMFÍ til
þessa verkcfnis verður mun meira
en áætlað var í upphafi.
Finnur Ingólfsson.
10
SKINFAXI