Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.04.1983, Side 18

Skinfaxi - 01.04.1983, Side 18
Frá Félagsmálaskólanum Starfsemi Félagsmálaskóla UMFI hefur varið með svipuðu sniði í vetur og verið hefur undanfarin ár. Skipan skóla- nefndar breyttist nokkuð s.l. haust eins og fram hefur komið í blaðinu. Nepidina skipa nú: Eyjólfur Ámi Rafnsson, Helgi Gunnarsson og Skúli Oddson. Helstu verkefni nefndarinnar hafa verið að sinna beiðnum um námskeið víða um land. Einnig hefur verið komið á allmörgum félagsmálanám- skeiðum að frumkvæði nefnd- arinnar, en reynslan sýnir að oft á tíðum er brýn þörf fyrir fél- agsmálafræðslu á þeim svæðum sem ekki leita til skólans að fyrra bragði. Þess vegna hlýtur útbreiðslustarf að vera hluti af skólastarfinu svo að skólinn starfi sem víðast um landið. Það er álit nefndarinnar að meiri áherslu þurfi að leggja á útbreiðslu og kynningu skólans. Sem liður í þessu er aukin fjölbreytni í námskeiðum og endurskoðun námsefnis. Sem kunnugt er hefur mappa I verið gefin út endurskoðuð og um- skrifuð. Nokkuð hefur einnig verið unnið að endurskoðun á möppu II og gerð nýs náms- efnis. Virðist reynslan vera sú með möppu II að efni hvers kafla þarf því að endurskoða með hliðsjón af þessu og er það nokkuð vel á veg komið með kaflann um störf gjaldkera og útgáfustarfsemi. Ljóst er að aukin sérhæfing námskeiðanna kallar á aukna sérhæfingu kennara skólans og hefur komið upp sú hugmynd að halda sérstök kennaranám- skeið fyrir hverja tegund nám- skeiðs og fá á þau færustu menn frá hverjum sambandsaðila UMFÍ. Kennaranámskeið þessi yrðu þá haldin um leið og endurskoðað eða nýtt námsefni í hverri grein liti dagsins ljós. Sem dæmi um nýtt námskeið viljum við nefna námskeið í skipulagningu og stjómun íþróttamóta. Unnið er að gerð námsefnis fyrir þessi nám- skeið, en talsverð þörf er fyrir þau ef marka má þann áhuga sem fram hefur komið. Loks fer hér á eftir greinar- gerð um þau námskeið sem haldin hafa verið á vegum Félagsmálaskóla UMFÍ á yfir- standandi skólaári. F.h. skólanefndar Helgi Gunnarsson. 18 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.