Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.04.1983, Side 20

Skinfaxi - 01.04.1983, Side 20
UNGMENNAFÉLAGIÐ BREIÐABLIK ISLANDSMEISTARI f INNANHÚSSKNATTSPYRNU annað árið í röð. Jón Ingi Ragnarsson. Við ræddum stuttlega við Jón Inga Ragnarsson, formann Knattspymudeildar UBK, í til- efni þess að Umf. Breiðablik varð Islandsmeistari í innan- hússknattspymu karla annað árið í röð. Við spurðum Jón Inga fyrst að því hvemig hefði gengið í mótinu. Mótið var haldið í Laugar- dalshöll í byrjun mars og stóð yfir í fjóra daga. Alls tóku 64 lið þátt í mótinu í fjómm deildum. Breiðablik leikur að sjálfsögðu í 1. deild, eða í A-flokki eins og það er kallað. Liðið sigraði í öllum sínum leikjum. Urslita- leikinn lék .liðið við Þrótt í Reykjavík og lauk honum með 8:6 eftir framlengingu. Þjálfari liðsins í ár er Magnús Jónatans- son. fón Ingi var síðan spurður að því hvemig hafi gengið hjá stúlkunum í innanhússkhatt- spymunni. Islandsmeistaramótið í inn- anhússknattspymu kvenna fór fram í byrjun febrúar. Þar sigraði Breiðablik í öllum leikjum þar til kom að úrslita- leiknum. Þá léku þær við ÍA stúlkumar og töpuðu fyrir þeim og urðu þar með að láta sér nægja annað sætið. Breiða- bliksliðið hefur borið höfuð og herðar yfir önnur kvennaknatt- spymulið á undanfömum árum, en nú er kvennaknatt- spyman á uppleið hjá mörgum félögum og er ánægjulegt til þess að vita. Þjálfari Breiða- bliksstúlknanna er Róbert Jónsson, sem mörg undanfarin ár hefur þjálfað marga yngri flokka Valsmanna og náð mjög góðum árangri. Hvemig gengur starfið í yngrt flokkunum? Breiðablik varð íslands- meistari í 2. flokki drengja á síðastliðnu ári. Auðséð er á því að félagið er ekki á flæðiskeri statt með menn til að taka við í meistaraflokki á komandi ámm. Þjálfari liðsins í fyrra var Sigurður Þorsteinsson og vil ég þakka honum fyrir hans góða starf. Við hans starfi tók Guðmundur Helgason. 'vn r e * !ií( ^ IjJ fl ^ ^ / ÍSLANDSMEISTARAR 1982 2. FLOKKUR BREIÐABLIK 20 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.