Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.04.1983, Page 23

Skinfaxi - 01.04.1983, Page 23
Fræðslu- og kynnisferð nemenda á íþróttabraut við Alþýðuskólann á Eiðum. Nýlega voru nemendur á íþróttabraut í Eiðaskóla t heimsókn hér í höfuðborginni 1 fylgd með kennara sínum Hermanni Níelssyni. Skinfaxi notaði tækifærið og ræddi stuttlega við tvo nemenduma. Bjarni Kristjánsson á heima á Eiðum. Hann er 17 ára og hóf nám á íþróttabrautinni nú um áramótin. Bjarni er félagi í Samvirkjafélagi Eiðaþinghár. Hann stundar mest boitaíþrótt- ir og er uppáhaldsgreinin hjá honum körfuknattleikur. Bjarna finnst námsefnið sem boðið er upp á áhugavert og höfða mikið til hans. Námið gefur góða starfsmöguleika við þjálfun og leiðbeinendastörf hjá félögunum. Bjarni hefur mikinn áhuga á tónlist og leikur á hljóðfæri og þó aðallega gítar. Sigurbjörn Hjaltason, Djúpa- vogi er 17 ára og hóf nám á íþróttabrautinni í haust. Hann er félagi í Umf. Neista. Sigur- björn hefur mestan áhuga á knattspyrnu og körfuknattleik. Sigurbjörn segist hafa valið þessa braut vegna þess að námsefnið höfðaði til hans og sagði að gaman væri þegar fram í sækti að geta miðlað öðrum af þekkingu sinni. Hann sagði þetta einnig vera gott tækifæri hl að þjálfa sjálfan sig í íþróttum. Sigurbirni líkar námið mjög vel og segir hann að það sé svipað og hann hafi gert sér vonir um, enda höfum við mjög góðan kennara þar sem Hermann Níelsson er. Ég er ákveðinn í því að Ijúka þessu tveggja vetra námi, sem ég er byrjaður á og bæti ef til vill við öðrum tveim vetrum og lýk stúdentsprófi, en þá verð ég að skipta um skóla sagði Sigur- björn. Aðspurður um fræðslu- og kynnisferðina hingað suður sagði Sigurbjörn að hún hafi bæði verið ánægjuleg og fræðandi. SKINFAXI 23

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.