Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.06.1983, Side 3

Skinfaxi - 01.06.1983, Side 3
SKINFAXI 3. tbl. - 74. árg. -1983 ÁSKRIFTARVERÐ: 200 kr. árgangurinn. LAUSASÖLUVERÐ: 35 kr. eintakið. ÚTGEFANDI: Ungmennajélag Islands. RITSTJÓRI: Ingólfur A. Steindórsson. RITNEFND: Jón G. Gubbjörnsson, Bergur Torjason, Guðjón Ingimundarson. AFGREIÐSLA SKINFAXA: Skrifstoja UMFÍ Mjölnisholti 14, Reykjavík. Sími 14317. UMBROT OG FILMUGERÐ Prentþjónustan hj. SETNING OG PRENTUN: Prentsmiðjan Rún sj. MEÐAL EFNIS: Fréttir a£ þingum ................ 4 Oflugt starf hjá Umf. Armanni ... 13 Sundbikarinn á Hvammstanga afhentur í fyrsta skipti ........ 15 Framkvæmdastjórar héraðssambanda kynntir ........... 16 Nýir formenn ..................... 19 Heimsókn í íþróttakennara- skólann á Laugarvatni ........... 21 Svava Amórsdóttir, framkvæmdastjóri USÚ tekin tali ....................... 24 Framkvæmdastjóranámskeið UMFÍ ............................. 25 Vísnaþáttur Skinfaxa ............ 27 Húnavaka ......................... 28 Skólamót USÚ og USVS.............. 30 FORSÍ ÐUM YNDIN: Forsíðumyndin er lekin í Prastaskógi með Ingólfsjjall í tjakgrunni Myniina tók Gunnar Kristjánsson. Guðjón Ingimundarson * I tímans rás Liðið afmælisár og hækkandi sól vekur til umhugsunar um tímann, þennan tíma, sem sífellt kemur og fer jafnharðan og víkur fyrir nýjum tíma, tíma augnabliksins. Ekki er mögulegt að endurheimta tímann, lifa hann upp aftur og bæta um fyrri gerðir. Hann er eins og árstraumurinn, sem hverfur til hafsins, í ómælisdjúpið og kemur aldrei til baka. Eg minni á þetta til þess að vekja athygli á nauðsyn þess að nota líðandi augnablik vel og rétt, til uppbyggingar, en ekki til niöurrifs. Bömunum finnst tafsamt að verða stór og bxða með óþreyju þeirrar stundar. Hinum fullvaxta veitist oft of stuttur tími til þess að koma hugmyndum sínum og hugðarefnum í höfn. Þannig reynist tíminn oft styttri til starfa en ætlað var. Þannig er mannsævin eins og eitt augnablik í tímans rás. Nú eru sumarannir framundan, raunar löngu byrjaðar, starf og leikur, athafnir til eigin afkomu og þjóðarbúsins, þroskandi leikir og keppni. Enginn leikur, engin keppni er fullkomin nema leikin sé af fullri alvöru, en þó drenglund. Það á leikurinn sammerkt með störfum í þjóðfélaginu. Þess vegna er leikurinn og keppnin slíkur þroskavegur til alvarlegra starfa sem raun er á. Ungmennafélagar hafa í mörgu að snúast um þessar mundir, uppbygg- ingu félagslífs, æfingum til þátttöku í íþróttamótum, þar meðtöldu Lands- móti næsta árs, auk þess sem þeir glíma við vandamál þjóðfélagsins eins og aðrir þegnar þess. Þeim ber að halda áfram þeirri viðleitni sem fólst í afmælisverkefninu í fyrra, eflum íslenskt, og það í margvíslegum skilningi, ekki eingöngu með orðum, heldur einnig athöfnum. Þetta er þjóðar- nauðsyn. Ungmennafélagshreyfingin er ekki byltingarstefna. Hún var og er sam- viska samferðamanna til þeirra strauma, sem um þjóðfélagið leika og þarf að hafa áhrif til stefnumörkunar. Þetta hefur hún gert um áratugi, um það eru fjölmörg og nærtæk dæmi. Þetta þarf hún enn að gera, bæði í nútíð og framtíð. I kvæði sínu Vormenn, tileinkuðu ungmennafélögum Islands, hvetur skáldið Guðmundur Guðmundsson til þess að fáninn verði aldrei látinn falla, merkinu verði ætíð haldið á lofti til sigurs. Þetta er baráttuhvöt sem ætið er vert að hafa í huga og taka tillit til. Eg vil gera niðurlag kvæðisins að lokaorðum þessara hugleiðinga: Notið, vinir, vorsins stundir, verjið tíma og kröftum rétt, búið sólskært sumar undir sérhvem hug og gróðurblett. Á hvítasunnu 1983. íslandi allt. SKINFAXI 3

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.