Skinfaxi - 01.06.1983, Síða 7
Gísladóttir. Jón Hólm Stefáns-
son formaður sambandsins
flutti skýrslu stjórnar. í skýrsl-
unni kom fram að mjög góð
þátttaka var í Trimmdeginum
og lenti sambandið í 2. sæti í
keppninni um bestu þátttök-
una. Fyrir það fékk sambandið
veglegan bikar. Gefin voru út
nokkur fréttabréf, sem fóru inn
á hvert heimili og sköpuðu
góða kynningu á sambandinu.
Þá kom fram í skýrslunni að Elfa
Armannsdóttir íþróttakennari á
Laugum, hefur verið ráðin
framkvæmdastjóri og frjáls-
íþróttaþjálfari UDN í sumar.
Símon Sigvaldason hefur verið
ráðinn þjálfari í knattspymu.
Iþróttamaður ársins 1982 hjá
UDN var valinn Þórólfur Sig-
urðsson, Innri - Fagradal.
Helstu samþykktir þingsins
voru um íþróttamót og íþrótta-
mál, einnig um fjármál. Jón
Hólm Stefánsson baðst undan
endurkjöri. Formaður var
kosinn Kristján Gíslason kenn-
ari á Laugum.
Þing HHF.
Héraðsþing HHF var haldið
mánudaginn 13. júní í Tálkna-
firði. Mæting á þingið var góð.
Stærstu þættimir í starfseminni
framundan verður mótahald.
Sambandið verður með lið í
knattspymu í 4. deild. Einnig
verður sambandið með knatt-
spymulið í 3. 4. og 5. flokki í
íslandsmótinu. Verið er að
hanna merki fyrir sambandið.
Margar samþykktir vom gerðar
á þinginu, m.a. var samþykkt að
stefna að þátttöku í næsta
landsmóti. Á þinginu var sam-
bandinu afhentar kr. 25.000 frá
Kaupfélagi Vestur Barðstrend-
inga. Heiðar Jóhannsson sem
átti að ganga úr stjórn, var
endurkjörinn ritari sambands-
ins.
Þing UÍÓ.
Ársþing UÍO var haldið 7. maí
á Hótel Ólafsfirði. Magnús
Stefánsson formaður sam-
bandsins flutti skýrslu stjómar.
Aðalstarfsemin er íþróttastarf
og ber þar hæst skíðaíþróttin,
sem er þó mest á vegum Iþf.
Leifturs. Samþykkt var að efla
frjálsíþróttastarfið, en Guð-
mundur Sigurðsson frjáls-
íþróttamaður hefur undanfarin
tvö sumur þjálfað frjálsar
íþróttir með góðum árangri. í
sumar verður Róbert Gunnars-
son frjálsíþróttaþjálfari, en hann
er á fyrsta ári í IKI. Þetta starf er í
samstarfi við Iþf. Leiftur.
Magnús Stefánsson gaf ekki
kost á sér til endurkjörs. For-
maður var kosinn Björn Þór
Ólafsson.
Þing USÚ.
51. þing USÚ var haldið að
Reyðará í Lóni laugardaginn 11.
júní. Formaður USÚ Páll Helga-
son flutti skýrslu stjómar og
sagði frá helstu verkefnum sl.
árs. USÚ varð 50 ára á sl. ári. I
tilefni af því var ráðist í að skrifa
sögu USÚ og aðildarfélaga þess.
Verður þetta hið glæsilegasta rit
fullt af fróðleik og frásögum af
starfi USÚ og félaganna í 50 ár.
Rit þetta er nú í vinnslu og
kemur út fljótlega. í ritnefnd
eiga sæti Þorsteinn Geirsson,
Ásmundur Gíslason og Óskar
Helgason. Einnig lét sambandið
gera veggplatta og könnur með
merki USÚ í tilefni afmælisins,
er verður selt í fjáröflunarskyni.
I skýrslu stjórnar kom m.a.
fram að íþróttastarf er öflugt
innan USÚ einkum frjálsíþrótt-
ir, æfingar voru stundaðar í
öllum félögum yfir sumartím-
ann, undir stjórn framkvæmda-
stjóra USÚ Svövu Arnórsdóttur.
Eitt félag var endurreist á s.l.
ári, Umf. Hvöt í Lóni og starfar
það nú af miklum krafti. Nú em
virk félög í öllum sveitum A -
Skaft. og sum geysi öflug eins og
t.d. Umf. Sindri á Höfn, sem er
eitt af stærstu og öflugustu fél-
ögum innan UMFÍ.
Talsverðar umræður urðu á
þinginu t.d. um fjármál og að-
stöðu til íþróttaæfinga, en unn-
ið er að uppbyggingu valla á
Höfn og hjá Hvöt í Lóni. Einnig
batnaði aðstaða innanhúss
vemlega með tilkomu íþrótta-
hússins á Höfn á sl. ári. Einnig
var mikið rætt um að koma upp
aðstöðu til skíðaíþrótta, en hún
er engin á svæði USÚ. Fulltrúar
vom frá öllum félögum nema
Golfklúbbi Hafnar.
Þingforsetar vom Þorsteinn
Geirsson bóndi Reyðará og
Torfi Steinþórsson Hala.
Gestur þingsins var Skúli
Oddsson frá UMFÍ.
Mikill hugur var í þingfull-
trúum að efla enn frekar starf
USÚ enda næg verkefni fram-
undan og mikið af áhugasömu
fólki til að vinna störfin. Páll
Helgason gaf ekki kost á sér til
formanns aftur. Stjóm USÚ
SKINFAXI
7