Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.06.1983, Qupperneq 10

Skinfaxi - 01.06.1983, Qupperneq 10
Umf. Bjarmi í Fnjóskadal leikur í 1. deild í blaki. Á þingi HSÞ hittum við að máli Ketil Tryggvason, sem verið hefur fortnaður Umf. Bjarma undanfarin 3 ár, en hann hefur nú látið afformennsku og Hermann Herbertsson tekinn við. Við báðum Ketil að segja okkurfrá því helsta ístarfinu hjá félaginu. Ketill Tryggvason. Mestu umsvifin hjá félaginu eru í sambandi viö þátttöku þess í 1. deild í blaki. Liðið hefur leikið einn vetur í 1. deild og hefur unnið sér rétt til að leika aftur í deildinni næsta vetur. Liðið var í 4. sæti í deildinni af 5 liðum sem eru í 1. deild. Voru jafnir að stigum og lið nr. 3, sem var lið UMSE, en höfðu óhagstæðara hlutfall. Þróttur í Reykjavík varð Islandsmeistari í blaki og ÍS varð í örðu sæti. Umf. Bjarmi lék áður tvo vetur í 2. deild. Fyrri veturinn lenti liðið í 2. sæti, en þann seinni sigraði liðið í deildinni og vann sér rétt til að leika í 1. deild. Uppistaða liðs Umf. Bjarma eru starfsmenn í Stórutjarnarskóla ásamt félögum í sveitinni. Þjálfari liðsins er Hannes Karlsson, Húsavík. Æfingar hafa að mestu farið fram í Stórutjarnarskóla, en í vetur fluttum við æfingamar í Hafra- lækjarskóla, þar sem er löglega stór salur. Þar fara heimaleikir liðsins fram. í blakinu er leikin fjórföld umferð þ.e. tveir heimaleikir og tveir leikir að heiman. Ketill segir kostnaðinn við þátt- töku í 1. deild vera mjög mikinn. Félagið greiðir sam- eiginlegan kostnað, en liðs- menn greiða sjálfir flugfar suður á leiki og annan ferða- kostnað. Hann telur að liðs- menn muni gefast upp á þessu þegar til lengdar lætur. Umf. Bjarmi á tvo grasvelli við Fnjóskárbrú. Þar er félagið að byggja vallarhús, sem á að vera fyrir búningsaðstöðu og einnig sem áhaldageymsla. Þetta er dýr framkvæmd fyrir Iítið félag sem hefur frekar tak- markaða tekjustofna. Menn eru samt bjartsýnir og verður unnið af krafti við byggingu hússins í sumar. IS Góðar gjafir gefnar í kvöldverðarboði í lok aðal- fundar Samvinnutrygginga, sem haldinn var á Hótel Blöndu- ósi, föstudaginn 3. júní, var formönnum USVH og USAH afhent gjafabréf að upphæð kr. 50.000,- til hvors héraðssam- bands. Forystumönnum Sam- vinnutrygginga eru færðar bestu þakkir fyrir rausnarskap- inn og hlýhug í garð hreyfing- arinnar. IS 10 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.