Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.1983, Blaðsíða 11

Skinfaxi - 01.06.1983, Blaðsíða 11
Fastmótað leiklistarstarf hjá Umf. Skriðuhrepps, UMSE Guðmundur Steindórsson. Á þingi UMSE hitti tíðinda- maður Skinfaxa að máli Guð- mund Steindórsson, gjaldkera UMSE, en hann hefur á undan- förnum árum starfað mikið að leiklistarmálum með félagi sínu, Umf. Skriðuhrepps. Guð- mundur var í leiknefnd félags- ins í nokkur ár. Félagið hefur sett upp leikrit reglubundið annað hvert ár í tæpa tvo ára- tugi. Leikstjórar hafa verið frá Akureyri, fyrst Julíus Oddsson og eftir að hann féll frá hefur Johann Ögmundsson leikstýrt hjá félaginu. Sýningar fara fram í félags- heimilinu Melum í Elörgárdal, en einnig hefur verið farið með sýningar um héraðið og í Þing- eyjarsýslu. Verkefnaval hefur verið miðað við þetta, þannig að sviðsbúnaður hefur verið með einfaldari hætti. Leiksviðið á Melum er einnig það þröngt, að ekki hefur verið hægt að setja upp mjög fyrir- ferðamikil stykki. Stærsta verkefni sem félagið hefur sett upp var Piltur og stúlka, sem leikið var árið 1980, en árið 1982 var leikritið Get- raunagróði sýnt hjá félaginu. Leikritin hafa verið sýnd 10 -12 sinnum, nema Piltur og stúlka sem sýnt var 17 sinnum. Guðmundur hefur leikið í flest- um leikritum síðan 1970. Hér á árum áður var einnig öflugt leiklistarstarf. Á árunum í kring um 1950 var einnig starf- andi bindindisfélag í hreppn- um og voru sett upp leikrit á þeim tíma í samstarfi við það félag. Þegar Guðmundur var yngri stundaði hann knattspymu, en færði sig í leiklistina þegar frá leið. Að sögn Guðmundar hefur verið mikil leiklistarstarfsemi í Eyjafirði í vetur. Sett hafa verið upp leikrit á fimm stöðum og í flestum tilvikum á vegum ung- mennafélaga eða þá í samstarfi við leikfélög. IS Frá Ungmennasambandi Skagafjarðar. Um síðustu helgina í maí var á vegum Ungmennasambands Skagafjarðar haldið á Sauðár- króki leiðbeinendanámskeið í íþróttum. Námskeiðið var miðað við A - stig gmnnskóla ÍSÍ. Leið- beinendur vom þeir Gísli Sig- urðsson og Óskar Thorarensen. Sérstaklega var farið yfir tækni og þjálfunaraðferðir í frjálsum íþróttum. Þátttakendur vom 11. Gert er ráð fyrir því að þátt- takendur þessir verði að ein- hverju leyti aðstoðarþjálfarar heima í félögunum í sumar og leiðbeini undir handleiðslu Guðmundar Sigurðssonar frá Ólafsfirði, sem er nemandi í íþróttakennaraskóla íslands á Laugarvatni, og ráðinn hefur verið til starfa sem þjálfari í héraðinu. Hann mun jafnframt annast framkvæmdastjóm fyrir UMSS í sumar. Góðar óskir fylgja Guðmundi um árangursrík störf og þeim öðrum sem að íþróttamálum vinna á vegum félaganna og sambandsins. SKINFAXI 11

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.