Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.1983, Blaðsíða 12

Skinfaxi - 01.06.1983, Blaðsíða 12
Knattspyman er fyrirferðarmest í starfinu * ____ * segir Olafur Tryggvason, formaður Umf. Arroðans, UMSE. Skinfaxi hitti ÓlafTryggvason á þingi UMSE og bað hantt að segja frá þvíhelsta úr starfi félagsins. Þetta er annað starfsárið hjá Ólafi sem formaður. Elann var áður ritari félagsins í mörg ár. Ólafur Tryggvason. Á seinni árum hefur knatt- spyrnan verið fyrirferðarmest í starfsemi félagsins, þar sem félagið hefur verið með lið í þriðju deild. Síðastliðið ár gekk knattspyman reyndar illa og féll liðið í fjórðu deild. Hins vegar er stefnt að því að ná því strax upp aftur á þessu sumri. Félag- ið hefur einnig á undanfömum árum átt gott frjálsíþróttalið og hafa kastaramir Sigurlína Hreiðarsdóttir og Emilía Bald- ursdóttir borið hróður félagsins hæst. Á undanfömum ámm hefur verið mikið leiklistarstarf hjá félaginu í samstarfi við Leik- félag Ongulstaðahrepps. í vetur var sett upp leikritið Hita- bylgja. Leikstjóri var Theódór Júlíusson. Mikið var skrifað um leikritið í blöðum og fékk það þar góða dóma. Leikritið var því miður ekki vel sótt, en sýningar vom 12 í Freyvangi og ein í ídölum í Aðaldal. Leik- félagiö var á sínum tíma stofnað til að koma á leikstarfsemi í hreppnum, en síðan lagðist starfsemin niður í nokkur ár. F>á tók ungmennafélagið sig til og stofnaði leiknefnd og hafa félögin síðan starfað saman að leiklist. Leiklistamámskeið var haldið á vegum félaganna í Freyvangi fyrir áramót. Leið- beinandi var Jonas Jónasson. Ungmennafélagið á 16% í félagsheimilinu Freyvangi. Fél- agið er með ýmis konar starf- semi í félagsheimilinu á veturna, aðra en þá sem talin hefur verið, svo sem tóm- stundakvöld tvisvar í viku, skákmót hafa verið haldin á vegum félagsins og fastur liður í starfinu er Páskaskákmót. Auk þess að eiga þennan eignar- hluta í Freyvangi, þá á félagið íþróttavöll á Laugalandi, en hann er hins vegar orðinn mjög lélegur. IS Ungmennafélagar Verslið hjá þeim sem auglýsa t Skinfaxa. 12 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.