Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.06.1983, Page 13

Skinfaxi - 01.06.1983, Page 13
Öflugt starf hjá Umf. Ármanni. Starfið hjá Umf. Ármanni á Kirkjubæjarklaustri hefur verið með miklum blóma undanfarið. Valgeir Ingi Ólafsson hefur verið framkvæmdastjóri hjá fél- aginu í hlutastarfi síðan 1. nóvember s.l. Sér hann um dag- legan rekstur hjá félaginu og einnig um rekstur félagsheim- ilisins Kirkjuhvols. í vetur setti félagið upp leikritið ,,Bam í vændum". Leikstjóri var Jónína Kristjáns- dóttir, en hún var einnig leik- stjóri í fyrravetur er Skjald- hamrar vom settir á svið. Leikritinu var vel tekið og var það sýnt bæði á Klaustri og í nágrannabyggðunum. Sýningar á leikritinu urðu alls sjö. Félagið hefur undanfama vetur komið á dansnámskeiðum í samvinnu við Skólafélagið Ask. Skákíþróttin var mikið stund- uð í vetur. Teflt var einu sinni í viku og stundum tvisvar. Skák- vertíðinni lauk með þátttöku í Skákmeistaramóti USVS. Þar varð Stefán Þormar í Vík sigur- vegari. Iþróttir vom einnig snar þáttur í starfinu í vetur og vom reglulegar æfingar í frjálsum íþróttum, badminton og frúar- leikfimi. Sumarstarfið er farið í gang og hefur Vigfús Helgason verið ráðinn þjálfari hjá félaginu í sumar. Æfingar í frjálsum íþróttum og knattleikjum verða á þriðjudögum og fimmtu- dögum. Á síðastliðnu ári fékk félagið land undir íþróttavöll. Búið er að vinna teikningar af íþrótta- svæðinu. Ákveðið er að full- vinna knattspymuvöllinn í sumar og sá í hann. Em fram- kvæmdir við það verkefni hafnar. Hluti af svæðinu er æfingasvæði, sem einnig verður þakið í sumar. Tjaldstæði hefur verið skipu- lagt í næsta nágrenni við íþróttasvæðið. Helgina 11. og 12. júní unnu ungmennafélagar og aðrir hreppsbúar við að þekja svæðið. Seinni daginn, sem var Göngudagur fjölskyldunnar, var byrjað á því að fara í gönguferð, áður en tekið var til við að þekja. Þama verður hreinlætisaðstaða, sem einnig nýtist íþróttasvæðinu. Félagið sér um hátíðahöldin 17. júní á Klaustri. Dagskráin verður auglýst með dálítið sér- stæðum hætti. Ekið verður um nágrannasveitimar og auglýst í gjallarhorn. Helstu atriði dag- skrárinnar verða ávarp fjallkon- unnar, ræða formanns Umf. Ármanns, íþróttir margs konar og ratleikur. Unglingadans- leikur verður 16. júní. Diskótek verður fyrir yngstu bömin og foreldrana að deginum, en al- mennir dansleikir verða að kvöldi 17. og 18. júní. Stjóm Umf. Ármanns skipa nú: Sigmar Helgason formaður, Vilhjálmur Bjamason ritari og Rannveig Bjarnadóttir gjald- keri. IS Frá 17. júnímóti hjá Umf. Ármanni. SKINFAXI 13

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.