Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.06.1983, Side 17

Skinfaxi - 01.06.1983, Side 17
Hilmar Pálsson. Gunnar Baldvinsson. Svava Amórsdóttir. Lárentsínus Kristjánsson, Stykkishólmi hóf störf sem framkvæmdastjóri hjá HSH um miðja maí. Hann verður í fullu starfi hjá sambandinu í sumar og er ráðinn til 1. september. Hann varð stúdent frá Fram- haldsdeild Samvinnuskólans í vor. Lárentsínus tók við for- mennsku í UMF. Snæfelli um síðastliðin áramót. Var áður í Knattspymuráði Snæfells. Hann æfir knattspymu og er markvörður í liði Snæfells. A veturna æfir hann körfuknatt- leik. Lárentsínus er 19 ára og er ókvæntur. Gunnar Þór Jónsson. Hilmar Pálsson er íþrótta- kennari og yfirkennari á Núpi. Hann heíur verið ráðinn fram- kvæmdastjóri HVÍ í sumar og verður í fullu starfi. Hann var einnig framkvæmdastjóri sam- bandsins sumarið 1981. Hilmar hefur verið í stjórn HVÍ í mörg ár. Var í eitt ár formaður og er nú ritari sambandsins. Hilmar er kunnur frjálsíþróttamaður, hefur keppt á öllum landsmót- um síðan 1971. Hann er kvæntur Guðbjörgu Skarphéðinsdóttur og eiga þau tvö börn. Gunnar Þór Jónsson er 30 ára kennari við Bamaskólann í Keflavík. Hann tók við fram- kvæmdastjórastarfi UMFK af Steinari Jóhannssyni 1. mars s.l. Hann er í hálfu starfi hjá UMFK. Gunnar hefur starfað á vegum skólans og Æskulýðs- ráðs við æskulýðs - og ungling- astarf í bænum undanfarin ár. Hann er fulltrúi UMFK í stjóm ÍBK. Hann er einnig í Félags- málaráði Keflavíkur og í Æsku- lýðsráði. Gunnar lék með liði ÍBK í 1. deild í knattspymu árin 1972 -76, en á þeim tíma urðu ÍBK íslandsmeistarar árið 1973 og bikarmeistarar árið 1975. Gunnar er kvæntur Ingu Maríu Ingvarsdóttur og eiga þau 2 börn. Gunnar Baldvinsson, Reykja- vík hefur verið endurráðinn framkvæmdastjóri UMSK og starfar hjá þeim í sumar. Hann starfaði einnig hjá þeim í fyrra- sumar, en tvö sumur þar á undan var hann aðstoðar- framkvæmdastjóri UÍA. Gunnar stundar nám í við- skiptafræði á vetuma. Hann hefur starfað töluvert að félags- málum og er nú m.a. varafor- maður ÆRR. Gunnar er 22 ára og ókvæntur. SÁJava Amórsdóttir, Höfn í Homafirði hefur verið ráðin framkvæmdastjóri og frjálsí- þróttaþjálfari hjá USÚ í sumar. Hún er í fullu starfi og er ráðn- ingartími hennar frá 1. júní til 31. ágúst. Letta er þriðja sumarið sem hún er í þessu starfi. Svava stundar nám í Fjölbrautaskóla Suðumesja á SKINFAXI 17

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.