Skinfaxi - 01.06.1983, Blaðsíða 23
Ingvar Jónsson,
Stykkishólmi.
Ingvar var í Fjölbrautar-
skólanum á Akranesi áður en
hann kom í ÍKÍ. Hann er félagi
í Umf. Snæfell. Hann hefur
stundað frjálsar íþróttir og
knattspymu, hefur verið í
knattspymuliði Snæfells. Á
veturna hefur hann æft körfu-
knattleik og í vetur hefur hann
leikið með Umf. Laugdæla í 2.
deild þar sem þeir sigmðu og
unnu sér þar með rétt til að leika
í 1. deild á næsta ári. Eitt sumar
var hann þjálfari í frjálsum
íþróttum og knattspyrnu hjá
Umf. Fram á Skagaströnd og
það sumarið keppti hann fyrir
USAH í frjálsum íþróttum og
knattspyrnu.
Áhuginn á því að komast í ÍKÍ
vaknaði þegar hann fór í Reyk-
holt, en þar byrjaði hann í 9.
bekk og var þar í þrjá vetur.
Hann var staðráðinn í því að
reyna að komast í ÍKÍ. í Reyk-
holti vom mikil íþróttasam-
skipti við aðra skóla svo sem
Reykjaskóla, Bifröst, Hvann-
eyri og fleiri. íþróttir vom
mikið stundaðar og íþrótta-
salurinn oftast upptekinn frá
því kennslu lauk á daginn fram
á kvöld.
Ingvar segist hafa vitað vel að
hverju hann gekk þegar hann
kom í ÍKI. Hann kann ágætlega
við sig í skólanum og segir þetta
vera góðan og samstilltan hóp
sem nú er í skóianum.
Ingvar hugsar sér að komast í
starf strax og hann hefur út-
skrifast úr skólanum, en þó
hefur hann tilhneigingu til þess
að komast í skóla erlendis og
sérhæfa sig í einhverri grein.
Ingvar verður þjálfari yngri
fiokkanna í knattspymu hjá
Snæfelli í sumar.
IS
Skrifstofustúlka UMFÍ.
UMFÍ vantar stúlku í vélritun og almenn skrifstofustörf, sem fyrst.
Þarf aö vera dugleg í vélritun og gjaman kunnug starfi okkar.
Nánari upplýsingar gefur Sigurður Geirdal, framkvæmdastjóri UMFÍ
í síma 12546.
UNGMENNAFÉLAG ÍSLANDS
SKINFAXI
23