Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.06.1983, Page 25

Skinfaxi - 01.06.1983, Page 25
Framkvæmdastjóranámskeið UMFÍ SKINFAXI Hið árlega framkvæmdastjór- anámskeið UMFÍ var haldið að Laugum í Dalasýslu 3. - 5. júní s.l. Hér er um að ræða þátt sem er búinn að vinna sér nokkuð fastan sess í starfinu. Farið var með áætlunarbifreið úr Reykja- vík á föstudagskvöld og heim aftur á sunnudag. Þeir sem búa í næsta nágrenni svo og Eyfirð- ingar og Þingeyingar komu ak- andi á einkabílum. Gengu þessi ferðalög að og frá Laugum áfallalaust, ef frá eru taldir erfiðleikar sem Eyfirðingar lentu í, verður það ekki tíundað hér frekar. Þátttakendur í námskeiðinu voru 23 ef með eru taldir þeir sem stjómuðu því, en þeir voru Sigurður Geirdal, Skúli Odds- son og Diðrik Haraldsson. Aðalefni námskeiðsins að þessu sinni var ,,framkvæmd íþróttamóta". Kennt var eftir efni sem Ingimundur Ingi- mundarson, Hafsteinn Jóhann- esson og Sigurður Geirdal höfðu nýlega tekið saman. Margir aðrir liðir vom á dagskrá svo sem Göngudagur UMFÍ og Saga UMFÍ. Þá vom stórir liðir á nám- skeiðinu skilgreining á hlut- verki framkvæmdastjóra, fram- kvæmd ungmennabúða og út- gáfa fréttabréfa. Námskeið þetta tókst í alla staði mjög vel og vom þátttakendur á einu máli um að þeir hefðu haft af því mikið gagn. Vom þátttak- endur sammála um að mun heppilegra væri að vera með námskeiðið úti í sveit, sem lengst frá skarkala þéttbýlisins, því tíminn nýttist mun betur. Nokkrir nýliðar vom á nám- skeiðinu, en margir vom þama sem oft hafa setið samskonar námskeið. Aðstaðan á Laugum er mjög góð fyrir svona námskeið. Er starfsfólki staðarins hér með færðar bestu þakkir fyrir góðar móttökur. IS Fylgst med af athygli. Frá framkvæmdastjóranámskeiðinu.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.