Skinfaxi - 01.06.1983, Qupperneq 26
Viðtal við frjálsíþróttaþjálfara HSÞ.
KRISTJONU
HRAFNKELSDÓTTUR
Kristjana Hrafnkelsdóttir hóf
störf sem frjálsíþróttaþjálfari
HSÞ 1. júní og er ráðin þar út
ágúst. Kristjana er 23 ára
íþróttakennari frá Stykkis-
hólmi. Hún sótti framkvæmda-
stjóranámskeiðið sem haldið
var á Laugum í Dalasýslu í júní
byrjun. Skinfaxi náði þar tali af
henni og lagði fyrir hana
nokkrar spumingar.
Hvað vilt þú segja okkur um
þína skólagöngu?
Eg útskrifaðist úr ÍKÍ vorið
1982. Veturinn áður en ég fór í
ÍKÍ var ég í íþróttalýðháskóla í
Danmörku. Þar fékk ég mikinn
áhuga á því að geta leiðbeint
öðrum og sótti því um íþrótta-
kennaraskólann. Mér finnst
miklu ánægjulegra að leiðbeina
öðmm í íþróttum en stunda þær
sjálf. Síðastliðinn vetur var ég í
Fjölbrautaskólanum í Ármúla
og á þar eftir einn vetur til
stúdentsprófs. Með náminu í
vetur kenndi ég leikfimi 10 tíma
á viku í Landakotsskóla, sem er
barnaskóli. Eg reikna með að
það verði eins næsta vetur.
Hvaða íþróttir hefur þú
stundað?
Ég byrjaði 14 ára að æfa
frjálsar íþróttir hjá Snæfelli í
Stykkishólmi. Ég keppti á hér-
aðsmótum fyrir Snæfell og utan-
héraðs fyrir HSH til tvítugs.
Mínar aðalgreinar em hástökk,
kúluvarp, kringlukast og milli-
vegalengdahlaup. Mig minnir
að ég hafi átt um tíma héraðsmet
í 1500 m. hlaupi. Mín besta
grein er sennilega hástökkið, en
þar hef ég náð best 1.65 m. Ég
hef líka æft körfuknattleik í
mörg ár. Hef leikið í íslands-
mótinu í körfuknattleik í fimm
keppnistímabil, í fjögur með KR
og eitt með Umf. Laugdæla. í
vetur lék ég með KR og við
töpuðum ekki leik í íslands-
mótinu. Ég hef þrisvar orðið
íslandsmeistari í körfu með KR.
Hvar hefur þú stundað þjálfun
áður?
Sumarið eftir að ég kom frá
Danmörku fékk ég vinnu hjá
Neista á Djúpavogi við frjáls-
íþróttaþjálfun. Ég var þar einnig
næsta sumar á eftir. Ég skipu-
lagði starfið þama með leikja-
námskeiðum á daginn og með
þjálfun á kvöldin. í fyrrasumar
starfaði ég hjá tveimur félögum í
Mývatnssveit, Umf. Mývetn-
ingi og íþf. Eilífi. Ég var hjá
þeim í hálfu starfi við frjáls-
íþróttaþjálfun og í hálfu sem
sundkennari og stjómandi
vinnuskóla. Þar kenndi ég sund
bæði í sundlauginni á Skútu-
stöðum, sem Umf. Mývetningur
á og einnig var ég með sund-
kennslu í nýju sundlauginni. í
Reykjahlíð. Mér finnst gaman
að vinna með Þingeyingum og
er því búin að ráða mig aftur í
sumar hjá þeim og nú hjá HSÞ.
Hvemig verður starfið hjá þér t
sumar?
Framundan er þjálfun í frjáls-
um íþróttum í ungmennabúð-
um, sem em að hefjast nú næstu
daga á Laugum í Reykjadal.
Þátttakendur í ungmennabúð-
unum verða yfir 50 og verða í 8
daga. Tvær stúlkur, sem voru á
íþróttabraut á Laugum í vetur
verða einnig leiðbeinendur á
námskeiðinu. Þjálfuninni í hér-
aðinu verður þannig háttað, að
ég mun reyna að fara í öll fél-
ögin, þó það verði ekki í hverri
viku. Við skiptum sambandinu
í fimm svæði og reynum að
halda saman héraðsliði í frjáls-
um. Við stefnum einnig að því
að vera með æfingabúðir á
Laugum yfir helgi einu sinni
eða oftar. IS
26
SKINFAXI