Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.06.1983, Qupperneq 28

Skinfaxi - 01.06.1983, Qupperneq 28
Húnavaka I sambandi við héraðsþing USAH sem haldið var árið 1946 var haldin almenn skemmti- samkoma á Blönduósi. Þá sýndi Leikfélagið á Skagaströnd sjón- leik og karlakór Bólstaðarhlíð- arhrepps söng. Einnig var stig- inn dans lengi nætur. Nýbreytni þessi varð til þess að farið var að ræða um, hvort ekki væri rétt, að sambandið efndi til samkomu á vetri hverjum með fjölbreyttri skemmtidagskrá og stæði sá mannfagnaður í viku, svo sem brúðkaupsfagnaður í fomum sið. Máli þessu var hmndið í framkvæmd strax árið 1948. Stóð samkoman yfir í sex daga og hlaut nafnið Húnavaka. Alla tíð síðan hefur Húnavaka verið liður í starfi USAH, nema 1949 að hún féll niður vegna sam- komubanns. Uppbygging Húnavöku og skipulag hefur verið í höndum USAH, en ýmis félagasamtök innan Austur - Húnavatns- sýslu leggja hönd á plóginn. Megin uppistaða skemmtiefnis er húnvetnskt, en alltaf er þó nokkuð um aðfengin skemmti- atriði. Frá árinu 1966 hefur svo- nefnd Húsbændavaka verið fastur þáttur í Húnavöku og sér USAH um skemmtiefni það kvöld. Síðustu ár hefur sú þróun orðið að leikflokkar, kórar og aðrir utan héraðs hafa falast eftir að fá að taka þátt í Húnavöku. Húnavaka hefur í áranna rás verið helsta fjáröflunarleið USAH og gert sambandinu kleyft að útvíkka starfssvið sitt. Árið 1983 blés ekki byrlega fyrir Húnavöku sem fram fór eins og venja er um sumarmál. Eins og lesendum er eflaust í fersku minni var leiðinda veður, ófærð og ofan á allt var þingkosning- um skellt beint í Húnavöku (sennilega sem skemmtiatriði). Að þessu sinni var dagskrá Húnavöku mjög með svipuðu sniði og undanfarin ár. Á dag- skránni var m.a. leikrit, dans- leikir, kvikmyndasýningar, söngur og listkynning. Á Hús- bændavökunni í ár rabbaði hr. Sigurbjörn Einarsson fyrrv. biskup við samkomugesti. Ritið Húnavaka kom út í 23. sinn um Húnavöku, en þar er að finna ýmislegt húnvetnskt efni. Ritstjóri er Stefán Á. Jóns- son Kagaðarhóli, en með honum starfar ritnefnd sem ár- lega er kosin á þingi USAH. Utgefandi ritsins er USAH. BS Skólakeppni USAH. í allmörg ár hefur USAH staðið fyrir keppni milli grunn- skólanna í Austur - Húna- vatnssýslu. Þegar keppni þessi fór af stað var keppt í knatt- spyrnu, sundi, frjálsum íþrótt- um innanhúss og skák. Reglu- gerð um skólakeppnina var breytt fyrir nokkrum árum og nú er keppt í blaki, körfubolta, frjálsum íþróttum og skák. Fullvíst má telja að keppni þessi hafi mjög hvetjandi áhrif á nemendur og úr hópnum koma fram einstaklingar sem setja verulegan svip á sumarstarf ungmennafélaga sýslunnar og USAH. Úrslit skólamótsins 1982/3 urðu þessi: Blak: Körfubolti: Piltar y-deild piltar e-deild stúlkur y-deild stúlkur e-deild Blönduós Blönduós Húnavellir Húnavellir Frjálsar íþróttir innanhúss: Yngrideild Blönduós Eldrideild Húnavellir Piltar y-deild piltar e-deild stúlkur y-deild stúlkur e-deild Blönduós Skák: 10 manna sveitir Blönduós Húnavellir varð sigurvegari. Húnavellir Þolhlaup nemenda úr 1-4 bckk: Blönduós Blönduós. 28 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.