Skinfaxi - 01.06.1983, Blaðsíða 29
Af
útgáfustarfi.
Útgáfustarf héraðssambanda og
einstakra ungmennafélaga er
mjög öflugt, eins og oft hefur
verið sagt frá áður. Skinfaxa
hafa borist nokkur rit, sem hér
verður stuttlega sagt frá.
Húnavaka rit USAH kom út í 23.
skipti um Húnavöku, sem
haldin var um sumarmál og sagt
er frá annars staðar í blaðinu.
Ritið er 260 blaðsíður auk aug-
lýsingasíðna. í ritinu er mikill
fróðleikur gamall og nýr.
Magnús Olafsson, Sveinsstöð-
um ritar sögu sambandsins síð-
astliðinn áratug. Pá er í ritinu
fréttir og fróðleikur úr héraði frá
síðastliðnu ári.
Húni rit USVH er komið út.
Þetta er 5. árgangur. I ritinu er
sem fyrr margar fróðlegar frá-
sagnir og kvæði. Einnig eru
fréttir úr sveitarfélögunum í
sýslunni og fréttir af starfi
USVH frá síðastliðnu ári.
Snæfell rit UÍA er komið út. í
því eru aðallega fréttir af
íþróttastarfi síðastliðins árs svo
og viðtöl við ýmsa kappa.
Afmælisrit Umf. Tindastóls
kom út í vetur. Félagið varð 75
ára 26. október 1982. Afmælis-
hátíð var haldin 29. október og
er sagt frá henni í afmælisritinu.
Aðalefni ritsins eru frásagnir af
íþróttastarfi og leiklist hjá fél-
aginu á liðnum árum. IS
Athugasemd
frá
USAH
Varðandi frétt í Skinfaxa frá
þingi USAH er rétt að fram
komi: Bjöm Sigurbjömsson var
ekki endurkosinn formaður
USAH á síðasta þingi. Sú venja
er hjá USAH að stjómarmenn
eru kosnir til þriggja ára í senn.
Kjörtímabil núv. formanns er
undir lok liðið á næsta ári.
í stjórn vom kosin á síðasta
þingi: Sigríður Gestsdóttir og
Pétur Pétursson var endurkos-
inn. Úr stjóm gekk Guðmundur
Haukur Sigurðsson frá Skaga-
strönd, en hann var varafor-
maður. Guðmundur hefur
unnið mikið og gott starf fyrir
ungmennafélagshreyfinguna í
héraði ámm saman og er vel-
kunnur innan UMFÍ fyrir setu á
mörgum þingum UMFÍ.
Á síðasta þingi var kosið í
ýmsar nefndir og trúnaðar-
stöður fyrir USAH og munu um
60 einstakhngar hafa orðið þess
heiðurs aðnjótandi.
Mikill hugur er nú í frjáls-
íþróttafólki sambandsins og
gengið hefur verið frá ráðningu
þjálfara.
Stjóm USAH er tiú þannig skipuð:
Bjöm Sigurbjömsson
fortnaður
Valdimar Guðmannsson
varafomiaður
Sigríður Gestsdóttir
ritari
Stefdn Logi Haraldsson
gjaldkeri
Pétur Pétursson
meðstjómandi.
BS
Olíufélagið Skeljungur hf EINKAUMBOÐ
FYRIR „SHELL" VÖRUR
Shell
Suöurlandsbraut 4
Reykjavik
SKINFAXI
29