Skinfaxi - 01.06.1983, Side 30
Skólamót USÚ og USVS
4. skólamót USÚ og USVS var
haldið í Nesjaskóla og í íþrótta-
húsinu á Höfn 15. og 16. apríl
s.l. Voru það ungmennasam-
böndin í báðum Skaftafells-
sýslum sem stóðu að þessu
móti. Skólamótin eru haldin
árlega til skiptis í sýslunum og
taka þátt í þeim skólakrakkar á
aldrinum 10 - 16 ára. Eru það
nemendur úr öllum grunnskól-
um í Skaftafellssýslum.
Keppt er í skák, körfubolta og
frjálsum íþróttum. Verðlauna-
peningár eru veittir fyrir 1.2. og
3. sæti í hverri grein í frjálsum.
Auk þess skákbikar, þrír verð-
launagripir í stigakeppni milli
skólanna og síðan fær hver
liðsmaður í sigurliðum körfu-
boltans viðurkenningu. Að
þessu sinni voru körfubolta-
meisturum gefnar drykkjar-
könnur með Úlfljótsmerkinu.
Verðlaunin eru að mestu leyti
kostuð af kaupfélögunum í
báðum sýslum. A hverju ári
taka þátt í þessum mótum um
150 krakkar og fer þeim heldur
fjölgandi en hitt.
Ohætt er að fullyrða að þessi
skólamót hafi farið vel fram og
verið jafnt þátttakendum sem
aðstandendum til mikillar
skemmtunar og ánægju.
4. skólamótið var sett í íþrótta-
húsinu á Höfn kl. 13.00 laugar-
dag af sýslumanni Austur-
Skaftfellinga Friðjóni Guð-
röðarsyni. Flutti hann stutt
ávarp og veitti síðan hverjum
skóla sýsluveifu og þjóð-
hátíðarpening frá 1974.
Keppendum í frjálsum íþrótt-
um er skipt í 3 aldursflokka. 4. -
5 bekkur, 6. - 7. bekkurog8. og
9. bekkur. Stigahæsti skólinn í
hverjum aldursflokki fékk síðan
verðlaunagrip.
Stigakeppni skólanna.
4. -5. bekkur
1. Hafnarskóli 68 stig
2. Nesjaskóli 47 -
3 Víkurskóli 42 -
4. Kirkjubæjarskóli 25 -
5. Ketilsstaðaskóli 21 -
6. -7. bekkur.
1. Víkurskóli 69 stig
2. Kirkjubæjarskóli 62 -
3. Nesjaskóli 40 -
4. Hafnarskóli 36 -
Umf. Reykdæla varð 75 ára á
sumardaginn fyrsta. Þann dag
var haldið upp á afmælið í
félagsheimilinu Logalandi. Þá
kom einnig út afmælisrit, sem
8. -9. bekkur
1. Nesjaskóli 81
2. Kirkjubæjarskóli 60,5
3. Víkurskóli 45
4. Hafnarskóli 21.5
Skák
1. K i r kj u bæj a rs kó 1 i 17 vinninga
2. Víkurskóli 14 1/2 vinninga
3. Hafnarskóli 8 -
4. Nesjaskóli 6 1/2 -
5. Ketilsstaðaskóli 4 -
Körfubolti
Kirkjubæjarskóli sigraði bæði í pilta- og
stúlknaflokkum.
Asmundur Gíslason.
Athugasemd frá ritstjóra.
Til stóð að birta árangur í
einstökum greinum á skóla-
mótinu, en vegna plássleysis í
blaðinu verður að láta nægja að
birta einungis heildarúrslit í
stigakeppni skólanna.
IS
fjallar um sögu félagsins í 75 ár.
Helgi J. Halldórsson frá Kjal-
vararstöðum ritaði söguna, en
formaður ritnefndar var Vigfús
Pétursson á Hægindi. /S
Umf. Reykdæla 75 ára.
30
SKINFAXI