Skinfaxi - 01.12.2000, Page 6
Engilbert Olgeirsson, framkvæmdastjóri HSK
Sigurður Geirdal,
bæjarstjóri í Kópavogi,
var í aðalviðtali í 3.
tölublaði Skinfaxa og
þar svaraði hann meðal
annars þeirri spurningu
hvort sameina ætti
UMFÍog ÍSÍ
„Ég sagöi nú venjulega þegar ég var
framkvæmdastjóri að ég væri bara
ekki tilbúinn til að yfirtaka ISI eins
og staðan væri. Ég er kannski ekki
besti maðurinn til að dæma um það
núna en mér finnst markmiðin og
stefnan skýrari hjá UMFÍ á meðan
ÍSI fylgir meira straumnum ef það
má orða það þannig."
En þessi spurning sem alltaf kemur upp.
Á að sameina UMFÍ og ÍSÍ?
J :
Engilbert Olgeirsson er
framkvæmdastjóri HSK en hann
átti sæti í vinnuhóp sem gerði
úttekt vegna hugsanlegrar
sameingar ÍSÍ og UMFÍ.
Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ?
„Já ég vil að UMFI og ISI sameinist í ný regnhlífa-
samtök. Þá er ég ekki að tala um að annar aðilínn
yfirtaki hinn heldur vil ég sjá ein ný öflug
samtök. Það þarf auðvitað að huga að mörgum
málum áður en svona stór ákvörðun er tekin en ég
er sannfærður um það að sameining yrði öllum til
hagsbóta. Starfsemi einstakra félaga þyrfti ekkert
að breytast og það væri einfaldlega undir þeim
sjálfum komið hvort þau héldu sínu striki. Fyrir
marga er þetta hins vegar mikið tilfinningamál og
ég held að hlutirnir strandi aðalega þar.
Sigurður Geirdal, bæjarstjóri í Kópavogi