Skinfaxi - 01.12.2000, Blaðsíða 19
etta hefur svo sannarlega verið ár
Venus Williams. Hún vann 32
leiki í röð og á því tímabili sigraði
hún meðal annars Wimbledon-
mótið, U.S. Open og gullverðlaun
á Ólympíuleikunum. Hún bætti einnig
öðru gulli við þegar hún vann
tvíliðaleikinn ásamt systur sinni Serenu
Williams.
„Ég þurfti að gera þetta fyrir mig.
Ekki til að segja að ég hafi verið best
heldur til að fá þessa titla, koma þeim í
skápinn og sjá árangur erfiðinsins."
Venus og systir hennar eru ekki
komnar af ríkum foreldrum en pabbi
þeirra ákvað fljótt að gera stelpurnar sínar
að góðum tennisspilurum.
„Auðvitað langaði okkur stundum að
gera eitthvað annað en að æfa á
tennisvellinum. Við æfðurn nánast alla
daga og marga klukkutíma á dag, ár eftir
ár. Við lögðum rnikið á okkur til að verða
bestar og ég held að nú séum við að
uppskera eins og við sáðurn." Venus
þakkar pabba sínum fyrir að hafa haldið
þeim systrum á réttri braut. „Það er
auðvelt að koma sér í slæman félagsskap
og það þarf oft lítið til til að villast af leið.
íþróttir og annað félagsstarf er mikil-
vægur þáttur í lífi unglinga og heldur
þeim yfirleitt frá vímuefnum og
óheilbrigðu lífi.
Venus þurfti nokkrum sinnum á árinu
að slá systur sína út á leiðinni að gullinu
og stundum var hún spurð að því hvort
hún gæti enn verið vinkona systur sinnar
eftir að hafa sigrað hana. „Það er auðvitað
alveg fáránlega spurning. Serena hefur
unnið mig en ég hef kannski unnið hana á
stærri mótum. Ég fagna aldrei þegar ég
vinn Serenu og við erum alveg jafn góðar
vinkonur að leik loknum hvernig sem
hann endar. Vinátta okkar snýst ekki um
það hvor vinnur fleiri leiki.
Venus átti við meiðsli að stríða seinni
hluta ársins 2000 og tók ekki þátt í mótum
undir lok ársins. „Það var búið að vera
mikið álag á mér og það hlaut eitthvað að
gefa eftir. Meiðslin eru ekkert alvarleg en
ég er ung og á eftir að leika meðal þeirra
bestu í mörg ár. Þess vegna ákvað ég að
taka því rólega seinni hluta þessa árs og
ná mér góðri af meiðslunum."
UTAN VALLAR
Venus hefur ferðast um allan heim en
segist ekki hafa mikin tíma til að skoða sig
um. „Ég mun ferðast um heiminn og
skoða hann þegar ferlinum lýkur. Þótt
maður ferðist um allan heim til að keppa
þá sér maður bara flugvelli og tennisvelli.
Ferðalögin snúast öll um að koma sér í
rétt form fyrir leikinn og þess vegna er
ekki hægt að
vera að ferðast
um og fara í
skoðunaferðir."
Venus segist
hafa vitað lítið
um Evrópu
þegar hún var
að alast upp en
segist þó hafa
heyrt um
Island. „Það læra flestir í skóla að á
íslandi sé heitt en á Grænlandi sé kalt og
það er í rauninni það eina sem ég get sagt
þér um ísland. Auðvitað væri spennandi
að koma þangað en ég sé það nú ekki
gerast á næstu árum. Ég hef aldrei heyrt
um tennisspilara frá íslandi en ef einhver
ung og efnileg er þar á leiðinni gæti ég átt
eftir að spila þar í framtíðinni. Hver
veit?" sagði Venus að lokum og gerði
blaðamanni ljóst að hún hefði ekki meiri
tíma í þetta stutta spjall. Það verður
gaman að fylgjast með henni og systur
hennar á næstu árum.
Garðabær
VINALÍNA
RAUÐA KROSSINS
Við æfðum nánast
alla daga og marga
klukkutíma á dag,
ár eftir ár...