Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1939, Page 3

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1939, Page 3
VlKINGURINN 3 sjómannastéttarinnar og fyrir hana. Það á að vera sá vettvangur, sem sjómennirn- ir sjálfir geta rætt sín áhugamál og fylgst með þeim, án alls ágreinings í stjórnmál- um og dægurþrasi. En það fer auðvitað bezt á því að sjómenn sjálfir ræði og riti um það, sem þeim er viðkomandi. Þeir hafa þekkingu og reynslu á sínum eigin málefn- um og störfum. Þess vegna: Það er ekki nóg að blaðið komi út og að sjómenn kaupi það og lesi. Þeir verða sjálfir að skrifa það. Ella má búast við, að það missi marks að nokkru leyti. „Víkingurinn“ kemur næst út fyrsta ágúst og tvisvar í mánuði þaðan af, þar til honum vex svo afl og auður, að hann getur lagt í fjölbreyttari, ötulli og tíðari víking, og þarf vonandi ekki lengi eftir því að bíða. „Ei fellur eik við fyrsta högg“, segir máltækið. Svo er með útgáfu þessa blaðs, að gera má ráð fyrir, að sjómönnum kunni að finnast því ábótavant í fyrstu. Sjó- menn hafa sýnt það með „Sjómannadegin- um“, að þeir eru röskir til sameiginlegra átaka, ef þeir vilja. Framtíð þessa blaðs er mest undir sjómönnunum sjálfum kom- in. Það er vonandi að sjómannastéttin taki þessari tilraun til blaðaútgáfu vel, og ef hún sýnir svipaðan kraft og sameiningu og komið hefir í ljós, að sjömenn eiga til, í því að vel megi takast með „Víkinginn“, þá þarf engu að kvíða um framtíð hans. 7 Jón Bergsveinsson sextugur. Þann 27. þ. m. varð sextugur Jón Bergsveinsson, erindreki Slysavarnafé- lagsins. Kynni mín af honum standa í beinu sambandi við störf hans í þágu slysavarnanna. Jón hefir í því máli, ásamt öðrum góðum mönnum, komið þar svo við sögu sjómanna, að ég veit, að undir það taka allir sjómenn, að þakka honum víð þetta tækifæri, vel unnin og kærkomin störf í þágu stéttarinnar. Fáa menn mun ég hafa fyrirhitt, er beri málefni sjó- mannanna meira né ynnilegar fyrir brjósti, og það mun fráleitt nokkur tilvilj- un, að hann helgaði slysavörnunum starfs- krafta sína, enda er og alkunnur áhugi hans fyrir heill og velferð þeirra, sem á sjónum eru. Ég tel óþarft að fjölyrða um mannkosti Jóns Bergsveinssonar, því að þeir munu fáir, er mundu treysta sér tii þess, að halda því fram, að hann vildi öðr- um annað en gott. Ég veit að sjómennirn- ir halda oft vöku fyrir Jóni, og það eru ekki heldur alltaf gleðifregnir, er hann

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.