Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1939, Síða 13

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1939, Síða 13
VÍKINGURINN 13 :iNG URINN ÓMANNABLAÐ 99 Skýzt þótt skýrír séu VÍKING URINN SJÓMANNABLAÐ U tgefandi: Faryicinna- og fiskimannasamband Islands. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Bárður Jakobsson. Blaðið kemur út, 12 síður, tvisvar í mán- uði og kostar 10 krónur árgangurinn. Ritstjórn og afgreiðsla er í Ingólfshvoli, Reykjavík. Vtanáskrift: „Víkingurinn“. Pósthólf 1,25. Reykjavík. Isafoldarprentsmiðja h.f. Halló! Halló! Nú, þegar síldveiðitíminn er að hefjast, vil ég í snarheitum nota tækifærið, og skjóta fram þeirri beiðni til mikils meiri- hluta þeirra manna, sem með talstöðvar hafa að gera í sumar, að æpa ekki eins ógurlega í þessi tæki, eins og algengt hef- ir verið, því raunverulega heyrist ekkert betur með þeim gauragangi. Styrkur stöðv- arinnar eykst ekkert við það, þótt sá, sem í hana talar, öskrj af lífs og sálar kröft- um. Allt öskur hlýtur óhjákvæmilega að afskræma röddina, einkum þegar hrópað er í viðkvæman hljóðnema, og gera erfið- ara um að skilja það, sem sagt er. Til þess að fá sem mest út úr talstöð- iuni, þurfa menn aðeins að finna út, i hvaða námunda við mikrofoninn talið nýt- ur sín bezt, og tala svo bara skýrt og ró- lega, án blóts og formælinga. Loftskeytamaður. í Lesbók Morgunblaðsins, þeirri, er út kom sunnudaginn 18. júní 1939, ritaði próf. Magnús Jónsson greinarkorn, sem hann nefnir: „Með Fulton yfir Atlants- haf — — á leið til Palestínu“. Pró- fessorinn skrifar létt og skemmtilega að vanda, en annað hvort hefir hann venð sjóveikur, þótt hann vilji ekki viðurkenna það, eða ruggið í „Fulton“ hefir haft þau áhrif, að einhver skrúfa hefir losnað á þeim stað, er sízt skyldi og þ'egar sízt skyldi og kemur það í ljós þegar prófessorinn fer að skrifa um öryggi sjófarenda. — Ekki er mér kunnugt, hvort guðfræðiprófessorinn hefir nokkurn tíma lent í hrakningum eða háska á sjó. En mér er þó nær að halda, að hann hefði ekki séð hina „gömlu og seigu sigl- ingamenningu Norðmanna“ í jafn miklum spéspegli, og grein þessi ber vott um, ef liann hefði þurft að flækjast svo sem 1— 2 mánuði á „Fulton“ kolalausum og loft- skeytalausum, um norðanvert Atlantshai' í vonzkuveðrum, án þess að geta sent frá sér kvak, nema þá bænakvak, til þess að kalla á aðstoð. Þetta hefir því miður kom- ið fyrir, og engum þótt ánægjulegt, jafn- vel þótt svo lánlega hafi lyktað, að mann- tjón hafi ekki hlotizt af. Því miður er hvorki rúm né tími til þess að svara til hlýtar þeim fjarstæð- um, sem prófessor Magnús Jónsson ber á borð fyrir lesendur, sem menn kynnu þó að ætla að hann áliti sæmilega vitiborna, þótt ekki verði það ráðið af því, sem hann skrifar um ágæti lélegra skipa og fullkomins öryggisleysis sjófarenda. Þó verður að drepa á nokkuð af því, sem fár- ánlegast er. Framhald á bls. 16.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.