Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1939, Page 16

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1939, Page 16
16 VÍKINGURINN „Skýzt þótt skýrir séu“. Framhald frá bls. 18. Prófessorinn lýsir Fulton: --------„Eklcert rafmagn, heldur olíu- Imnpar. Engin miðstöð, heldur Icabisur. Engin loftskeytatæki með loftskeytamanni hálfdauðum úr leiðindum. Engin miðunar- stöð né dýptarmælir“. Af þessum útbún- aði dregur svo prófessorinn þá rökréttu (?) og fræðilegu (?) ályktun, að á slíkum skipum stundi menn „— — — atvinnu, við öryggi, sem er eins mikið og öryggi alls þorra manna, og að minnsta kosti miklu meira en öryggi fiskimannanna flestra“. Hvað segja sjómenn um þessi „boð- orð“ ? Og hvernig gætu þeir, sem ekki þekkja til, ef þeir ályktuðu af þess- um pistli prófessorsins, haldið að aðbún- aður og öryggi fiskimanna væri? Á tveim stöðum skýtur sú hugsun upp kollinum hjá prófðssornum, að öryggis- ráðstafanir fyrir sjófarendur séu óþarfa „flottheit“ og mikilmennskulæti, og blátt áfram skaðlegar — frá fjárhagslegu sjón- armiði. Ég vil að eins í þessu sambandi benda á það, að margir menn, sem líklega hafa talizt nálægt því jafnokar Magnúsar Jóns- sonar, hafa eytt tíma, kröftum, viti og fé, til þess að finna upp og endurbæta þau tæki, sem veita sæförum öryggi. Væri kenning próf. rétt, eins og hún kemur fram í Lesbókargreininni, hefðu þessi störf verið unnin fyrir gíg og blátt áfram til tjóns. Það er hugsanlegt, að svo samvizkulaus útgerðarmaður væri til, að hann hugsaði rneira um bótafé sjóvátryggmgarinnar, og hagnaðinn af farmi og fiski, sem á „próf- essorsduggu“ lcynni að fást, heldur en um öryggi mannanna, sem leggja vinn- una til og lífiö í hættu. En slíkur hugs- Þeir, sem eiga einhver áhugamál varðandi sjómenn eða útveg og vilja rita um þau, ættu að senda „Víkingnum“ greinar. eh, sem verzla með vörur, sem sjómenn og útgerðarmenn nota, ná bezt til kawp- enda sinna, með því að auglýsa í „Víkingnum". anamáti mun nú fátíður og sízt ætla ég að guðfræðingur hugsi þannig . Eina skýringin á þessum hluta greinar próf. Magriúsar Jónssonar og þeirri afstöðu hans til sjóferða og öryggis á hafinu, sem þar kemur fram, er því sú, að hann hafi farið inn á svið, sem hann var ókunnugur á, og hefði því betur látið kyrrt liggja. Þessum línum verður víst ekki betur lokið með öðrum orðum en þeim, sem allir kannast við, og þá ekki sízt guðfræðing- ar: „Faðir, fyrirgef þeim......“. Bjalc.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.