Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1940, Blaðsíða 13

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1940, Blaðsíða 13
Höfrungurinn hefir tekið loftköst og snúið við til heimkynna sinna, sem hann er að ná á 4. mynd. ann fyrir þeim, þótt smáir (aðeins 2 m langir) séu, ef þeir ráðast á þær í hópum og er þá varla líklegt að vor daufgerði, norræni hákarl geti haft í fullu tré við þessa snöru og aðsúgsmiklu „merði“ hafsins, þegar þeir ráðast á þá marg. ir saman. Eins og aðrir hvalir, eiga höfrungarnir 1— 2 unga (kálfa), sem þeir næra á hinni kosta- miklu mjólk sinni. Er vöxturinn afar ör fyrsta aldurs árið, eins og hjá hvölum yfirleitt, svo ör, að hvalurinn nær kynsþroska veturgamall og fullri stærð á fáum árum. Viðvíkjandi vaxtarlagi, lit og sundstelling- um höfrunganna skal vísað til myndanna, sem fylgja þessum línum (þær eru teknar úr ame- ríska tímaritinu ,,Life“) og þess að lokum get- ið, að hér við land eru þekktar með vissu 2 höfrungategundir: hundfiskurinn, hinn eigin- iegi höfrungur, sjaldséður, suðrænn úthafs- hvalur og hnýðingurinn, norrænn strandahval- ur, sem oft sést inni við land á sumrin 1 stór- hópum, þegar síldin og smokkfiskurinn eru á ferðinni. En svo eru sennilega 2 tegundir til hér við land, þó að vísindamenn hafi ekki orð- ið þeirra varir, en hafa sést hér norður um við Færeyjar og Noreg og báðar eiga sér íslenzk nöfn, stökkullinn, úthafshvalur, stærstur allra höfrunga og leifturinn, strandahvalur, minnst- ur allra norrænna höfrunga. 4. mynd. Um höfrungana má annars fá nokkura fræðslu í Spendýrabók höf. greinar þessarar. — Hvert ert þú að fara, Sveinn? — Til læknis. Eg er með ógurlegan hausverk. — Þegar ég fæ höfuðverk, læt ég konuna mína strjúka á mér ennið í kortér eða svo og snarbatnar. Af hverju reynirðu þetta ekki? — Ágæt hugmynd og gaman að reyna hana. Er konan þín heima? Einn af verkamönnum Henry Fords dreymdi, að Ford væri dauður. Hann sá átta af samverkamönnum og beztu vinum Fords koma berandi kistuna. Þegar þeir fóru fram hjá verkamanninum, reis Ford gamli upp í kistunni og sagði: — Ef þið settuð hjól undir kassann, mundu menn sparast! 13 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.