Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1940, Blaðsíða 12

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1940, Blaðsíða 12
Höírungar í „kappsiglingu" víð hafskip mikið, rétt fyrir framan stefni þess, (sem sýnir ristu skipsins) þeir virðast hvergi smeikir við boðaföllin undan kinnungum skipsins! unni ber lítið, ofan að séð, en hin feikna vöðva- mikla og- sterka, þunnvaxna stirtla (hali) leggur sundþróttinn til, en hann nýtist prýði- lega vegna þess, hve hárlaus og sleip húðin er og hve hvalurinn er vel vaxinn til þess að smjúga sjóinn með sem minnstri mótstöðu, líkt og fiskar og skip (straumlínu-lagið). Loksins verða höfrungarnir leiðir á að keppa við skip- ið; þeir hverfa frá því og lofa því að sigla s.inn sjó, en von bráðar eru þeir komnir að því aft- ur, endurtaka kappsundið, með sama fjöri og áður. Stundum eru höfrungavöðurnar skamt frá skipinu, þar sem hvalirnir þreyta kappsund hver við annan, þar sem þeir reyna á rjúkandi ferð að komast hver fram fyrir annan, eða þeir taka mikil loftköst (hin frægu „höfrunga- hlaup“) þar sem hver reynir að komast hærra yfir yfirborð sjávarins en hinir, 3 m eða meira, og fylgir þessu mikið busl og gusugangur, þeg- ar þeir eru að lyfta sér upp úr sjónum eða láta sig falla niður í hann. Hvernig sem sundinu annars er hagað, er það mjög skemmtilegt á að horfa og verður oft góð dægrastytting farmönnum og farþeg- um á löngum ferðum um hin tilbreytingarlitlu, endalausu úthöf, þar sem dögum, vikum eða jafnvel mánuðum saman sézt fátt annað en himin og haf. Verða þessir íturvöxnu, dökku, í VÍKINGUE góðir vinir farmannanna, er líta á fylgd þeirra eins og heillamerki, er boði góða ferð, þegar þeir slást með í förina í ferðarbyrjun. Hafa sólskininu glampandi, eldfjörugu hafsbúar þeir því verið lofaðir í ljóðum og æfintýrum af Suðurlandabúum frá elstu tímum fyrir ýmis góðverk í þágu guða og manna, eða að launum fyrir skemmtun þá er þeir hafa veitt sjómönn- um með návist sinni. — Ást fiskimanna á höfr- ungum, bæði hér norður um lönd og í Suður- löndum hefir fremur verið matarást, því að kjöt og spik þeirra hefir þótt góðmeti fyrir menn og ljós, og hafa þeir því frá fornu fari verið veiddir í sterkar nætur eða skutlaðir, auk þess sem þeir ,,hlaupa“ oft á land í stórum vöðum, líkt og marsvín. Hinsvegar spilla þeir oft veiði fyrir fiskimönnum með því að brjót- ast inn í nætur (,,lása“), þar sem síld, makríll eða aðrir ,,torfufekar“ eru lokaðir inni, eta fiskinn og rífa næturnar, svo að fiskurinn get- ur smogið út. V.ið þesskonar tækifæri má sjá, að höfrungarnir eru mjög gráðugar skepnur, sem eta ómælt af fiski, er þeim veitist auðvelt að grípa með sínum mörgu (40—100) smáu, en oddhvössu tönnum; en þeir eru ekki aðeins slæmir við smáfiska og skemdarárar á veiðar- færi fiskimanna, heldur eru þeir líka illvígir, ef á þá er ráðist, svo að jafnvel hinar illræmdu og mannskæðu háffiskategundir heitu hafanna (mannætan o. fl.) verða að láta í minni pok- Höfrungar á sundi í yfirborði sjávar; kreppir sig til köfunar. 12

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.