Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1940, Blaðsíða 16
ekki ilheyrði hafinu, eitthvað, sem kom og hvarf.
Kamelíus hafði skarpa sjón og hann var ekki
lengi að átta sig á að hér var skip, sem stefndi
til lands. Eftir hálftíma vissi hann, að skipið
var brigg. En hvað var hún að flækjast upp að
skerjunum, það furðaði hann sig á. Þeir fóru
að furða sig á því sama þarna úti, því að allt í
einu gerði „bryggin“ kúvendingu, sneri upp í
og lá, hjó og stampaðist. En Kamelíus sá
strax að skipið rak og rak í áttina að Hamra-
flúð, þar sem hafið braut á tveggja faðma dýpi.
Þeir áttuðu sig líka á hættunni þarna úti. Eld-
rák þaut hvæsandi upp í loftið, þar sem blýgrá
skýin þutu áfram.
Kamelíus góndi með áhuga á eldrákina. Svo
spýtti hann um tönn og stóð upp. Hægt gekk
hann niður að bryggjunni, þar sem kæna föð-
ur hans var. Honum gekk illa að reisa sigluna.
því að rokkviðumar voru snarpar, en loks tókst
það, og hann losaði um seglið og leysti bátinn.
Það er sama hvað sagt hefir verið um Kamelíus,
og hvað um hann er hægt að segja. Eitt kunni
hann, og það var að sigla bát. Eins og lítill sæ-
gammur starði hann út eftir hafinu. Hann
smaug á milli brotanna, nauðbeitti, sigldi liðug-
an vind, slagaði og hleypti undan.
Hann Kamelíus „með lélega þroskaðar gáfur“
var á leiðinni út að nauðstöddu skipi.
Það voru mörg eftirvæntingarfull augu, sem
góndu á fleytuna, sem nærri flaug á móti vind-
inum og nálgaðist skipið.
„Aldrei hefi ég séð annan eins hafnsögumann
í bráðum fjörutíu ár, sem ég hefi siglt“, sagði
skipstjórinn. „Ég hefði þorað að bölva mér upp
á, að það væri gersamlega ómögulegt, að sigla
smábát í slíku veðri og sjó. Hann hefur siglt
áður, þessi náungi“.
Kamelíus leit ekki upp. Hann vissi hvar skip-
ið var og hann hafði nóg að gera við að smiúga
á milli brotanna. Hann þekkti hafið, hann
Kamelíus, og hann gerði gælur við það, reyndi
hálft í hvoru að spekja það eins og æstan vin,
með bví að tala við það.
Bryggin var komin hættulega nálægt
Hamraflúð, en Kamelíus var heldur ekki langt
undan.
„Nú siglir hann beint á skerið", hrópaði einn
há.setinn óttaselgínn, þegar báturinn þaut eins
VÍKINGUE
og örskot og stefni á flúðina. En Kamelíus
þekkti svæðið eins og vasann sinn, svo að hann
var ekki að stranda. Hann lagði örlitla lykkju
á leiðina, komst úr hættunni, og eftir tvo slagi,
kallaði hann: „Kastið þið til mín enda“.
Fangalínan hvein gegnum loftið. Kamelíus
greip hana og dró inn — hann vissi að eitthvað
haldbetra fylgdi eftir. Hann fór að öllu rólega.
Kaðalinn batt hann um þóftuna, meðan hann
heflaði seglið og batt stýrið. Svo flutti hann
kaðalinn fram í, brá honum um stafnlokið og
batt endann rækilega. Hann þorði ekki nær,
vegna brims, því ef báturinn hans pabba brotn-
aði, þá myndi líklega verða stökkt í bakhlutan-
um á honum sjálfum. Svo spýtti Kamelíus í lóf-
ana og handstyrkti sig eftir kaðlinum að skip-
inu. Skipshöfnin hafði aldrei séð hafnsögumann
koma um borð í skip á þennan hátt. En Kamelíus
vissi hvemig átti að gera það. Hann sveiflaði
sér léttilega yfir borðstokkinn.
„Þið eruð komnir nokkuð langt inn“, sagði
hann og mældi fjarlægðina að Hamraflúðinni.
„Heldurðu að þú getir komið henni inn“, sagði
skipstjórinn órólegur, „eða eigum við fyrst og
fremst að hugsa um að koma piltunum í land og
láta hana fara------------?“
„Þú lætur setja meiri segl, skipstjóri! Fram-
hyrnu og brandaukasegl og svo hugsa ég að
bramseglið klári sig, til að byrja með“.
Það kom jafn rólega og yfirvegað eins og
Kamelíus hefði aldrei annað gert en skipa fyrir
um seglbúnað á briggskipi í stormi.
„Þú gefur rórmanninum stefnuna“, sagði
skipstjórinn. „Eg tek við stýrinu sjálfur“,
sagði Kamelíus rólega og gekk að stýrishjólinu.
Briggin lagðist yfir og flatrak beint á flúð-
ina.
..Ertu vitlaus“, öskraði skipstjórinn, „ætlarðu
að stranda skipinu“.
„Það er ég, sem stýri skútunni“, sagði Kamel-
íus og gerði röddina harða og hvassa, eins og
faðir hans gerði stundum.
Skinstióranum til stórrar furðu, slapp skipið.
„Það mátti ekki tænara standa“, sagði hann
og burrkaði af sér svitann.
..O-jæja, ég hafði heilan meter hvorum meg-
in“, sagði Kamelíus, „það er mjó renna norðan
í Hamraflúðinni".
16