Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1940, Side 34

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1940, Side 34
maður Ólafur Ketilsson frá BólstaÖ í Mýrdal. (Yfirgefinn undir Bjarnarey). Langvinnur, áttæringur; 18 manna áhöfn. Formaður Árni Einarsson bóndi á Búastöðum. Farsæll, feræringur; 8 manna áhöfn. For- maður Jón Bjarnason bóndi á Oddsstöðum. (Yfirgefínn undir Bjarnarey). Mýrdælingur, sexæringur; 14 manna áhöfn. Formaður Þorsteinn Jónsson, síðar alþm. að Nýjabæ. Neptunus, áttæringur; 18 manna áhöfn. For- maður Símon Símonarson bóndi frá Steinum undir Eyjafjöllum. Svanur, aðrir nefna hann Farsæl, sexær- ingur; 14 manna áhöfn. Formaður Oddur Pét. ursson bóndi frá Raufarfelli undir Eyjafjöll- um. Eyfellingur, áttæringur; 18 manna áhöfn. Formaður Magnús Þorsteinsson bóndi að Rauðsbakka undir Austur-Eyjafjöllum. Lítillátur, sexæringur; 14 manna áhöfn. For- maður Þórður Tómasson bóndi í Varmahlíð undir Eyjafjöllum. Trú, sexæringur; 14 manna áhöfn. Formað- ur Jón Þórðarson frá Miðey í Landeyjum. Skipstjórar - skólabræður Skipstjórarnir Finnur Finnsson og Ellert Schram áttu hvor um sig merkilega afmælis- daga nú í þessum mánuði. Hinn fyrrnefndi varð 80 ára 4. febrúar síðastl., en hinn síðar- nefndi varð 75 ára 11. febrúar síðastliðinn. Árið 1889 tóku þeir báðir próf í siglingafræði og voru síðan skipstjórar samfellt í aldar- fjórðung. Þeir hafa lifað það, að sjá, íslenzka skipastólinn vaxa og aukast frá opnum bát- um og seglskipum upp í nýtzku eimskip og mótirskip. Æfi þeirra er orðin löng og við- burðarík, enda kunna þeir frá mörgum fróð- leik að segja frá vaxtarárum íslenzkra nú- tímasiglinga, sem betur færi að félli ekki í gleymskunnar haf. Þess.ir gömlu skólabræður og ,,víkingar“ hafa nú um 20 síðastliðin ár starfað saman að seglasaum hér í bænum og er vonandi og óskandi, að þeir enn um skeið megi búa út traust og góð segl skipum þeim, er renna til móts við fornvin þeirra, Ægir sæ- konung. Árnaðaróskir fjölda vina þeirra munu fylgja þeim, og „Víkingur“ vill af heilum hug taka undir allar þær óskir. VÍKINGUR 84

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.