Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1940, Síða 20
ins. Var skipið ferðbúið á mánudag. Á sunnu-
daginn fór ég til „Navigation Office“, sem er
skrifstofa, er gefur skipum vitneskju um sigl-
ingaleiðirnar frá Englandi, en þær breytast
daglega vegna stríðsins. Þá tilkynntu þeir mér,
að þeir gætu enga vitneskju látið, því að leiðin
norður eftir væri lokið. Innti ég þá eftir hve_
nær þeir gætu látið vitneskju í té, en það gátu
þeir ekkert sagt mér um. Var ekki um annað
að gera en að bíða. — Við áltum, að ekki
mundi dragast nema einn til tvo daga, sem
við yrðum að bíða, en það varð næstum vika.
Sjómenn vita hvernig það er, að liggja að-
gerðarlausir í erlendum höfnum. Hver dagur-
inn er öðrum líkur og núna síðan stríðið skall
á, er lítið hægt að fara sér til skemmtunar
eftir að dimmir, því að hvergi er ljósglætu að
sjá. Borgin er eins og dimm gröf. Þeir, sem
ganga um göturnar verða að hafa með sér
vasaljós og lýsa með því niður fyrir sig, en
ekki má beina því upp á við. Ökutækin eru
með smátírum sem sjást varla og er stór.
hættulegt að ganga yfir götu eftir að dimma
tekur, enda fórust fleiri á Englandi af um-
ferðarslysum fyrstu tvo mánuði stríðsins held-
ur en á vígvellinum. Sérstaklega eru þó skipa-
kvíarnar dimmar og þar sem frost hafa gengio
undanfarið, er mikil hálka niður við þær svo
að illstætt er. Búðargluggar eru allir vand-
lega byrgðir og íbúunum skipað að byrgja hjá
sér gluggana eftir að dimmt er orðið.
Einu heimsóknirnar, sem við fengum voru
tollverðirnir, sem komu daglega til okkar. —
Voru þeir mjög liprir og kurteisir við okkur.
Spurðu hvort við þyrftum ekki að fá tóbak út
úr tollinum, því að það væri svo dýrt að kaupa
það 1 landi. Opnuðu þeir innsiglið og létu okk-
ur hafa það, sem við þurftum. Á laugardaginn
fékk ég svo upplýsingarnar um leiðina norður-
eftir og var okkur svo leyft að fara á stað.
Kl. 12 kom hafnsögumaður um borð, en þá
voru svo mörg skip, sem komu inn, að við gát-
um ekki komizt út fyrr en kl. 2. Kl. 4,15 skil-
uðum v.ið hafnsögumanninum og héldum svo
sömu leið til baka og við höfðum komið, þar
til við vorum komnir norður að tundurdufla-
beltinu út af Tyne. Þar hafði Þjóðverjum tek-
izt að setja niður tundurdufl í leiðina, en tund-
urduflaslæðararnir höfðu hreinsað rennu eftir
endilöngu svæðinu. Rennan var ein sjómíia
á breidd og merkt með lítilfjörlegum baujum.
Mér datt í hug grásleppunet, þegar ég sá þess-
ar baujur. Þetta svæði er 50 sjóm. á lengd og
má ekki fara um það nema að degi til.
Við komumst nú heilu og höldnu í gegnum
það og vorum komnir í gegnum Pentlands-
íjörð eftir hádegi á mánudag. Á leiðinni yfir
hafið fengum við suðaustanátt og leiði, skeði
ekkert markvert, nema er við vorum milli Port-
lands og Vestmannaeyja, sigldi okkur þá uppi
enskt herskip, sem stöðvaði okkur og spurði
hvert við værum að fara og hvaða vörur við
hefðum innanborðs. Við sögðum eins og var.
Lýsti hann okkur þá upp með ljóskastara, en
þegar hann sá ekkert athugavert óskaði hann
okkur góðs ,,fiskirís“ og sagði okkur að halda
áfram ferð okkar. Héldum við svo áfram og
komum til Reykjavíkur fyrir hádegi á föstu-
dag.
í þessu greinarkorni hefir nú stuttlega ver-
ið lýst aðeins einni Englandsferð á stríðstím-
um. Aðstæðurnar eru vissulega ekki þær sömu
og verið hafa á friðartímum. En samt sem áð_
ur hefi ég ekki orðið var við nein merk.i þess,
að ótta væri að sjá á neinum manni, meðan
verið var að sigla yfir hættusvæðin, heldur
tóku allir jafnrólegir hvaða fregnum sem að
höndum bar.
Sjómenn!
VÍKINGUR
Þegar þið veljið ykkur lestrarefni á sjóinn er blaðið
ykkar „VÍKINGUR“ það bezta.
20