Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1940, Page 37
framkvæmdir í þeim efnum sitja fyrir flestu
öðru.
Margir íslenzkir sjómenn hafa komið til
Noregs, en sá, sem þangað kemur og ferðast
þar eitthvað með ströndum fram, kemst fljótt
að raun um, að hér býr mikil siglingaþjóð, sem
vitað hefir hvað til síns friðar heyrði.
Norska þjóðin hefir ekki yppt öxlum og star-
að hálfbrostnum skilningssljóum augum fram
í tímann en látið sig litlu skipta hlutskipti og
aðstöðu þeirra, sem leita þurfa lands í norsk-
um höfnum, eða sigla þurfa þar með ströndum
fram. Þar hefir verið búið svo um hnútana, að
hver sem sæmilega er að sér í sjómennsku og
siglingafræði, getur hiklaust siglt þar leiðsögu-
laust á löngum köflum í Skerjagarðinum, því
að alls staðar eru vitarnir, þar sem þeirra er
þörf og kortin ágæt.
Þetta vita íslenzku sjómennirnir orðið mæta
vel. Þeir munu því ekki öllu lengur taka þegj-
andi við skitnum sextíu þúsundum krónum tii
vitanna þegar þess er gætt, að árlega eru
teknar af skipunum 400.000 kr., sem renna
eiga til vitanna og útgjöld ríkisins nálgast nú
óðum tuttugu milj. kr. á ári.
Þegar litið er á þessi atriði, ætti að vera aug-
Ijóst mál, hve fádæma roluskapur það er að
rísa ekki upp gegn ranglætinu og krefjast um-
bóta í þessum efnum. Slíkur roluskapur er ekki
samboðinn íslenzkum sjómönnum — hann er
smánarblettur á stétt þeirra, sem verður að
afmá tafarlaust.
Um leið og minnst er á þessi mál, vil ég nota
tækifærið til þess að mótmæla því, sem vita-
málastjóri hélt fram í erindi, er hann flutti í
útvarpinu fyrir skömmu. Hann sagði þar m. a.,
að vitar á íslandi væru um 120 talsins, en þeir
eru aðeins um 80, sem hægt er að kalla því
nafni, með nokkurri sanngirni. Enn fremur
kvað hann framlkvæmdir í vitairfálum með
meira móti hin síðari ár, en mörgum virðast
þær með minna móti og það jafnvel svo, að
nærri stappar kyrstöðu.
Um vitafjöldann mætti ef til vill segja það,
að fjöldinn einn skiftir ekki öllu máli. Ljós-
magn þeirra þarf engu síður að vera nægilegt
og þeir þurfa að vera settir þar, sem hægt er
að hafa þeirra sem fyllst not. Á þessu hvort-
tveggja og einkum þó hinu síðarnefnda, hefir
orðið töluverður misbrestur. Hvernig er til
dæmis hægt að réttlæta vitann við Ingólfs-
fjörð. Honum þarf að mótmæla og það kröft-i
uglega. Þeir, sem kunnugir eru siglingaleið-
inni fyrir Strandirnar, frá Hornbjargi og inn
á Norðurfjörð eða Ingólfsfjörð vita, að hún er
einhver varasamasta siglingaleið hér við land,
unz komið er fyrir grunninn norðaustur af Sel-
skeri. Þeir vita, að ekkert er til að styðjast
við á þessum slóðum annað en áhöldin um borð
í skipinu. Þeir vita, að ef vegalengdin frá
Horni austur fyrir grunninn er skakkt áætluð,
verður stefnan fyrir grunnin og einnig fyrir
Selsker líka skökk.
Afleiðigum slíkrar skekkju þarf ekki að
lýsa.
Skip, sem ætla inn á Ingólfsfjörð, verða
einnig að afla sér landkenningar af Selskeri,
hvað sem það kostar. Hve auðvelt það er, þeg-
ar komið er utan af hafi, geta víst flestir gert
sér hugmynd um, þótt þeim hafi verið það of-
vaxið, er settu vitann inn í Ingólfsfjörð. Strand-
ferðaskipin hafa oft orðið að heyja þarna
harða baráttu við að komast inn á Norður-
fjörð. Sú barátta hefir æði oft verið tvísýn,
en alltaf haft góðan endi. Þetta fer fyrir ofan
garð og neðan hjá flestum öðrum en þeim, sem
skipunum eiga að stjórna — aðrir verða þess
ekki varir.
Ég vil nú gerast svo djarfur, að fara fram á
það við vitamálastjórnina, að hún færi vitann
við Ingólfsfjörð, og setji hann upp þar, sem
hægt er að styðjast við hann, þegar komið er
vestan fyrir Strandir og leyta þarf lands á
Norðurfirði eða Ingólfsfirði.
Geri hún þetta, mun hún vaxa í áliti hjá öll-
um sæmilegum mönnum, því að það er mann-
legt að kannast við yfirsjónir sínar og bæta
úr þeim, en að bíta sig fasta í axarsköftin og
vitleysurnar er heimskra manna háttur og lít-
illa karla.
Á Breiðdalsvík var ekki hægt að byggja
smávita fyrir hina brýnustu þörf. Til þess vant-
aði fé. En samkvæmt sögusögn kunnugra
manna á Breiðdalsvík og Stöðvarfirði, voru til
VÍKINGUR
37