Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1940, Blaðsíða 1
5]ÓmRHHRBLFiÐlÐ
U1K1H5UR
ÚTGEFANDI: FARMANNA- OG FIS KIM A N N AS A M B A N D ÍSLANDS
II. árg., 5.-6. tbl. ReyUjavik, marz 1940
Ihlutunarréttur sjómanna
Það er vitað, að mikil óánægja hefir ríkt
meðal sjómanna út af skipun yfirstjórnar
síldarmálanna í landinu. Hefir þeim, að von-
um, þótt íhlutunarréttur sinn næsta lítill þar,
samanborið við þann mikla hlut, sem þem eiga
þar að máli að öðru leyti.
Eins og þessum málum er skipað nú, má
segja, að sá aðilinn, sem að réttu lagi ætti að
hafa þar langmesta íhlutunina, — en það eru
sjómennirnir — hafi eiginiega ekkert að
segja. Til dæmis eiga sjómenn engan fulltrúa
í stjórn Síldarverksmiðja ríkisins.
Eins og allir vita, er stjórn þessa fyrirtækis
— sem í raun réttri er eign sjómanna og út-
gerðarmanna í landinu og eingöngu borið
uppi af þeim — skipuð fimm mönnum, öll-
um kosnum af Alþingi. Þeir, sem allra hags-
munanna hafa að gæta í sambandi við fyrir-
tækið, hafa engan fhiutunarrétt um það, hvern-
ig því er stjórnað eða hvernig starfsemi þess er
háttað.
Þessu fyrirkomulagi verður að breyta í það
horf, að eitthvert samræmi verði milli hags-
muna aðilanna, sem að fyrirtækinu standa og
réttar þeirra til íhlutunar um stjórn þess og
starfsemi.
I síðasta blaði ,,Víkings“ birtist tillaga,
viðvíkjandi lausn þessa máls, sem fundur,
er skipstjórafélagið Ægir á Siglufirði hélt
í desember síðastl. með sjómönnum og út-
gerðarmönnum, samþykkti í einu hljóði. Er til-
lagan þannig, að stjórn síldarverksmiðjanna
verði skipuð þrem mönnum, einum frá sjó-
mönnum, sem skipta við verksmiðjurnar, ein-
um frá útgerðarmönnum, sem skipta við verk-
smiðjurnar, og svo loks þeim þriðja, er ríkis-
stjórnin skipi. — Virðist þessi tillaga Sigl-
firðinganna fela í sér hina einu eðlilegu og
réttu lausn málsins, þó að hinu háa Alþingi
hafi enn ekki sýnzt rétt að taka hana til
greina og breyta lögum verksmiðjanna þann-
ig, að þau verði nokkurnveginn rétt mynd af
því lýðræði, sem á, og verður að ríkja í þessu
efni, til þess að réttlætinu verði fullnægt og
allir geti vel við unað.
Um stjói’n saltsíldarsölunnar (Síldarút-
vegsnefnd) má segja, að nokkuð líku máli
gegni og um síldai'verksmiðjui'nar. íhlutunar-
réttur sjómanna er þar ekki neitt svipaður því,
sem vera ætti, samanboi'ið við hagsmunaaf-
stöðu þeirra. Lýðræðiixu er ekki hossað hátt
þar fremur en í skipun síldarverksmiðj u-
stjórnarinnar.
Hafa óánægjuraddir sjómanna, sem fram
hafa komið þessu viðvíkjaixdi, lítinn grunn-
hljóm fengið á ,,hærri stöðum“. — En þessar
í'addir verða ekki þaggaðar niður með tóm-
læti og axlayptingum. Það verður áfram.
haldandi að því unnið að fá þessum málum
þann veg skipað, að sjómennii’nir geti við un-
að. — Væi'i æskilegt að sjómenn sendu blað-
inu greinar um þetta mál og kæmu fram með
tillögur því til úrlausnai'.
Jafnréiti og lýðræði í þessum málum, er sú
krafa, sem ekki verður hvikað frá unz upp-
fyllt verður.