Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1940, Síða 3
hreppti garðinn á leið sinni frá Siglufirði fyrir
Hornbjarg. Skipið hvaff með allri áhöfn. —
Margar ágizkanir komu fram um tildrög og
orsök hinna hörmulega endaloka skips og á-
hafnar, því fátt segir af einum, en skip, sem
vantar loftskeyti er algjörlega einangrað á
hafinu. Það er slitið úr sambandi við umheim.
inn og sigiir blindandi.
Á Hornströndum er gott undir bú og fanga-
sælt mjög; allskyns góðfiskar í sjó, æðarvarp,
eggjataka, seladráp ogtrjáreki. Iíér eru nefni-
lega úti fyrir ströndinni straumar stórir. —
,,Irminger“-straumurinn, sem er angi af Golf-
straumnum, kemur hingað frá Mexicóflóa og
flytur með sér kork og mahogni. Hann virðist
hafa hér yfirhöndina í suðvestlægum áttum,
en þegar blæs á austan, þá er það hinn kaldi
straumur, Pólstraumurinn, sem virðist ráða
ríkjum. Nokkuð er það, að skipum, sem sigla
fyrir Strandirnar, þýðir ekki að fletta upp
í almanakinu og taka þaðan út úr flóðtöflum
stefnu straums og hraða, þótt taka beri það
þó með í reikninginn.
Skógarhöggsmennirnir í Norður-Rússlandi
og Síberíu, missa stundum ógrynni af timbri
út úr höndum sér, þegar þeir fleyta þessu nið-
ur árnar á leið til sjávar. Þetta timbur og stór-
viði berst síðan fyrir straumi og vindi vítt um
höfin og fyllast þá stundum allar víkur á
Ströndum af rekavið. Á Ströndum er Ófeigs-
fjörður, þar býr stórbóndinn Pétur Guðmunds-
son. Á Ingólfsfirði býr Guðjón hreppstjóri á
Eyri, sem mörgum er að góðu kunnur. Þar eru
hafskipabryggjur og þar er söltuð síld á sumr-
in. Fjörðurinn er hin öruggasta höfn þegar
inn á hann er komið, en aðgengilegur er hann
ekki. Úti fyrir fjarðarmynninu er fullt af boð-
um og skerjum, sem gerir siglingar á fjörðinn
mjög erfiðar í myrkri. Næsti fjörður að austan
er Norðurfjörður, þar er engin bryggja og
engin síldarsöltun, en þar er kaupfélag og tals-
verð verzlun. Mjög er þarna misvindasamt
vegna þess hve fjörðurinn er umluktur háum
fjöllum. Hinar snöggu vindkviður koma allt í
einu eins og byssuskot og ætla þá allt um koll
að keyra. Síðan dettur allt í dúnalogn jafn
skyndilega. Hér var það, sem Önundur tréfót-
ur tók sér bólfestu. Hann hefir haft glöggt
Djúpvík í Reykjarfirði.
auga fyrir góðum landkostum gamli maðurinn
og ekki látið stórhrikalega náttúru eða strjál-
býli aftra sér frá að setjast hér að. Ef hann
gæti nú litið upp úr gröf sinni, þá þyrfti hann
ekki að kvarta yfir neinu í sambandi við sigl-
ingaleiðir til Norðurfjarðar, þar hefir ekki
verið hreyft við neinu með litla fingri. Það
hefði nú mátt ætla að reglubundnar skipaferð-
ir til Norðurfjarðar hefðu verið látnar haldast
í hendur við bættar skipaleiðir þangað, en það
er nú eitthvað annað. Ljósið í baðstofuglugga
Ásgeirs bónda Guðmundssonar er það eina,
sem leiðbeinir skipum inn á Norðurfjörð. —
Næsti fjörður fyrir sunnan og austan er Reykj-
arfjörður. Utanvert við fjörðinn að norðan er
Gjögur, gömul og fræg bækistöð hákarlavík-
inga. Þar býr nú Jón Sveinsson. Þarna er v.ið-
komustaður skipa. Hinumegin við fjörðinn, en
innar, eru svokallaðar Kúvíkur, gamall verzl-
unarstaður. Þar býr Karl Jensen kaupmaður.
Dálítið innar í firðinum er Djúpavík. Þar hefir
Il.f. Djúpavík bækistöð sína, þar er hafskipa-
bryggja, nýtízku síldarverksmiðja og þar er
söltuð síld. Þegar síldveiðarnar byrja og sunn-
lenzku stúlkurnar koma, þá lifnar yfir flestu
á Djúpavík. Þá iðar allt af lífi og fjöri.
Gamla „Suðurlandið“, sem lengi þreytti
göngur milli Reykjavíkur og Borgarness, var
um tíma þarna notað fyrir íbúðir. Milljónum
af verðmætum er ausið upp úr sjónum á ör-
skömmum tíma meðan síldin veður. Þá er það,
3
VÍKINGUR