Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1940, Qupperneq 6
BJÖRN JÓNSSON veðurfræðingur:
Um veðurspár
Inngangur.
Veðurfræðin er ein yngsta vísindagrein nú-
tímans. Árið 1878 var fyrst stofnað til alþjóð-
legrar samvinnu veðurfræðinga, en til þess
tíma höfðu litlar tilraunir verið gerðar í þá átt
að segja fyrir um veður á vísindalegan hátt.
Veðurfræðin fékkst aðallega við að safna
skýrslum frá veðurathugunarstöðvum og vinna
úr þeim meðaltöl. Þessi meðaltöl geta haft all-
mikla þýðingu í sambandi við ýmsan atvinnu-
rekstur, samgöngur o. fl., en eru að mestu leyti
gagnslaus við daglegar veðurspár.
í lok 19. aldar var byrjað að teikna veður-
kort. Veðurathugunum var daglega safnað
saman símleiðis frá eins mörgum stöðum og
unnt var og þær merktar á landabréf, svo að
hægt var í fljótu bragði að gera sér grein fyrir
veðurlaginu og þeim breytingum, sem á því
urðu frá degi til dags. Og síðan hófust tilraunir
til að sjá þessar breytingar fyrir. í fyrstu var
tilgangurinn eingöngu sá, að sjá fyrir storma
eða skaðaveður, einkum vegna sjómanna. —
Þetta bar þegar nokkurn árangur. En brátt
kom í ljós, að ekki var nóg að teikna eitt kort
á dag, og ault þess þurftu að nást veðurathug-
anir frá sem flestum stöðum og löndum. En
símasamböndin voru í þá daga — og eru raun-
ar enn — allsendis ófullnægjandi til að annast
flutning svo margra skeyta. En stærsti hæng-
urinn var þó sá, a. m. k. fyrir Vestur-Evrópu,
að flestir stormar koma vestan af Atlants-
hafi, og þaðan var engin skeyti að fá.
En þá koma loftskeytin til sögunnar og ráða
í senn bót á báðum þessum erfiðleikum. Er þar
stigið eitt hið mesta framfaraspor á sviði veð.
urspánna. Jafnframt þessu höfðu augu manna
lokist upp fyrir því, að það eru ekki sjómenn
einir, sem not geta haft af veðurspám. Átti
heimsstyrjöldin 1914—1918 mestan þátt í því.
Og á þeim árum urðu geysimiklar framfarir í
allri tækni veðurfræðinnar, þótt alþjóða sam-
vinna lægi alveg niðri.
Eftir stríðið var hún tekin upp á ný, og síðan
hefir þessari vísindagrein fleygt fram. Veður-
spár eru nú gerðar um allan heim og sendar
út oft á sólaihring. Þær ná ekki einungis til
skaðaveðra, eins og í byrjun, heldur til allra
þátta veðurlagsins. Og þær eru ekki bundnar
við jörðina eina, heldur og við hærri loftlög,
nokkra kílómetra frá jörðu, vegna flugferð-
anna. Og það er ekki sjómaðurinn einn, sem
hlustar á veðurspána, heldur einnig bónd-
inn, sem er að þurrka heyið eða láta út roll-
urnar; ferðamaðurinn, sem vill vita, hvort
hann á að fara í regnkápu eða vetrarfrakka;
verkstjórinn, sem er í vafa um, hvort hann á að
láta breiða fiskinn; húsmóðirin, sem veit ekki,
hvort óhætt er að hengja út þvottinn eða viðra
húsgögnin; Reyk.javíkurstúlkan, sem spyr
hvort hún eigi að taka með sér regnhlíf; múr-
arinn vegna frosthættunnar; og þá má ekki
gleyma flugmanninum, sem er gjörsamlega
ósjálfbjarga án veðurfregnanna. Og þannig
mætti lengi telja.
Óvíða í heiminum hafa veðurspár eins mik'la
þýðingu og hér á landi, þar sem tveir aðalat-
vinnuvegir landsins eiga svo mikið undir veðr-
inu. En nytsemi þeirra er þó nokkuð takmörk-
uð, vegna þess að þær reynast eigi ávallt rétt-
ar. Geta þær í sumum tilfellum orðið til tjóns,
beint eða óbeint, t. d. þegar bátur bíður tjón
á veiðarfærum eða týnist í stormi, sem skellur
á að óvörum. Eða þá að hann missir af afla,
vegna þess að veðurspáin gerði ráð fyrir
stormi, sem ekkert varð úr. Það er eðlilegt og
mannlegt, að slíkar misfellur valdi mönnum
VÍKINGUR
6