Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1940, Blaðsíða 9

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1940, Blaðsíða 9
(iuðmunaur nær.n^sson. Tvjartan Guonason. Haraldur Jónsson. þeir sig þá vera komna suður undir Röst. Og nú rak bátinn meira undan straumi og vindi heldur en á vannst með seglunum. Þegar formaður sá Reykjanesvita lét hann leggja bátnum yfir og tók ,,slag“ austur um til þess enn að freista þess að komast nær landi og fá legubotn. Hvassviðri var og gekk á með miklum hryðjum. Þessi ,,slagur“ stóð í tvær klukkustundir. Lét formaður þá lóða og reyndist dýpið þá enn meira en áður. Var nú bátnum enn lagt yfir til þess að reyna að ná nær landi. Sást þá Reykjanesviti aftur sem snöggvast, en nú var báturinn kominn sunnar og' dýpra en áður. Var þá lagt yfir að nýju og tekinn „slagur“ norður um og sá ,,slagur“ látinn standa fram á næsta dag. Var þá lóðað og fannst ekki botn. Þótti bátsverjum nú sýnt, að ekki væri annað til úrræða en reyna að halda sér við, svo að bátinn ræki beint í vestur undan vindi og sem styttzt frá landi. Þannig leið hver dagurinn af öðrum, þriðju- dagur, miðvikudagur, fimmtudagur, föstudag- ur, laugardagur, sunnudagur og mánudagur — allt fram á þriðjdag 27. febrúar. Alltaf hélzt sama austan áttin og gekk 4 með bylj- um öðru hvoru. Alla þessa daga var ,,slagur“ látinn standa til norðausturs. Ætla bátsverjar að bátinn hafi drifið lengst 120 mílur undan landi. Áður en lengra er komið sögu þykir rétt að L

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.