Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1940, Side 13

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1940, Side 13
ÞORGRÍMUR SVEINSSON: Fiskiganga Rétt eftir miðja 19. öld réri faðir minn frá Hofi í Garði. Sá bær er rétt innan við Garð- skaga. Hann réri aðeins við annan mann eins og þá var siður þar um slóðir, nema ef farið var í Miðnessjó fyrri hluta vertíðar. Þá voru höfð stærri skip og menn sameinuðust um þau. Þessa vertíð, er hér um getur, var fiskileysi. Fékkst fiskur helzt fram á Miðum — rúman klukkutíma róður frá Hofi. Einn dag í blíðskaparveðri, rétt eftir sumar- mál, réri faðir minn ekki fyrr einn morgun en allir voru komnir fram á mið. Var það þó ekki venjulegt, því að hann var árvakur mjög. Þeg- ar hann kemur fram úr vörinni, lætur hann lesa sjóferðabæn eins og venja var. Meðan á bæn- inni stendur, verður honum litið út fyrir borð- stokkinn. Sér hann þá hvar fisktorfa syndir með botninum og heldur vestur með landi. Sneru allir fiskarnir í sömu átt og voru eins þétt sam- an eins og fjárhópur er þéttastur í rétt. Hætta þeir nú að róa, ljúka við bænina, en renna síð- an færum og fá nógan fisk. Þarna þríhlóðu þeir um daginn, en hinir, sem fyrr fóru, fengu ekk- ert. Daginn eftir hitti faðir minn torfuna út af Kirkjubólshverfinu fyrir sunnan Garðskaga. Þriðja daginn hitti hann á torfuna á miðinu: Keilir um Hvalsnes. Fjórða daginn gerði vont veður, enda varla sækjandi lengra á tveggja manna fari. Eftir því, sem faðir minn skýrði mér frá, var stefna göngunnar sunnarlega á Eldeyjarbanka. Síðan sönnun hefir fengizt fyrir því, að fiskuf- inn fer til Grænlands og hingað aftur, hefir mér verið að detta í hug, hvort þetta væri ekki ein- mitt leiðin, sem hann fer. Það er margt, sem mælir með því, að svo muni vera: 1) Fiskur kemur í Miðnessjó og á Eldeyjar- banka langfyrst á vertíðinni, eða þegar í janúar. 2) Merktir öngultaumar hafa fundizt seinni hluta vertíðar á Eldeyjarbanka, og hafa þeir verið af bátum frá Akranesi, sem veið- ar hafa stundað í Faxaflóa. 3) í mínu ungdæmi í Garðinum var talað um tvær fiskigöngur: sunnangöngu og vestan- göngu. Sunnangangan kom með landi aust- an að og fylgdi henni oftast loðna. Vestan- gangan kom úr hafi eða um Faxaflóa og fylgdi henni jafnan stórfiski. Æfinlega fiskaðist vel undir Jökli, þegar þessi ganga fór um. Sjálfsagt mætti benda á fleira, er styddi þessa skoðun, en ég læt þetta nægja, enda eiga þetta að skoðast sem leikmannsþankar og ekki annað. Þorgr. Sveinsson. að bókum Menningarsjóðs og Þjóðvinafélagsins. 13 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.