Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1940, Page 16

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1940, Page 16
Áhöfnin stórskipi inni um af hinu „Colum borð í brennandi og sökkvandi bus‘l í björgunarbátunum á leið- ameríska beitiskipið „Tuscaloosa". Hinn 14. desember síðastliðinn sigldi gufuskipið ,,Columbus“ — þriðja stærsta skip þýzka verzlunarskipaflotans — út úr höfninni í Vera-Cruz í Suður-Ameríku, en þar hafði það legið frá því 14. september og biðið færis að komast heim til Þýzkalands — fram hjú herskipum Breta, sem þarna voru hvarvetna á vakki. — Á skipinu var einungis áhöfn þess, 578 menn, því öllum farþegum hafði verið skipað í land í Havana. — Amerískt herskip, sem var að hlutleysisgæzlu, hafði sífellt auga á skipinu á siglingu þess norður eftir. Hinn 19. desember, þegar „Columbus“ var staddur út undan Cape May, N. Y., kom brezkur tundurspillir í augsýn og gaf stöðvunarmerki með skotum, og þar sem „Columb - us“ var óvopnaður og 12 mílum ganghægari en tundurspillirinn, þá var strax auðsætt að undankoma var óhugsandi. — Skipstjórinn á „Columbus“ lét þá kalla skipshöfnina á þil- far og skipaði henni í björgunarbátana. En áður en allir færu frá borði lét hann opna botnkrana skipsins og jafnframt kveikja í bví, svo að víst væri að það félli ekki í hendur óvinanna. Allri skipshöfninni af „Columbus“ — að undanteknum tveimur mönnum, sem ekki höfðu vaknað, þegar kallað var í bátana ogfórust því með skipinu — var bjargað af ame- ríska beitiskipinu „Tuscaloosa“ og flutt til New York. VÍKINGUR 16

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.