Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1940, Síða 18
Sjómenn hlutlausra hjóða fara ekki varhluta
af ógnum sjófiert laóarins
Frásögn norsks skipstjóra
Frœndur vorir Norðmenn, munu vera sú siglingaþjóð-
in, sem einna mest afhroð hefir orðið aö gjalda í yfir-
standandi styrjöld, bœði á skipum og sjómönnum, vegna
sjóhernaðaraðgerða ófriðarþjóðanna. — Hafa þeir frá
því styrjöldin hófst misst fjölda skipa og sum með allri
áhöfn. Flest hafa skipin farist með þeim hætti, að þau
hafa rekist á tundurdufl — og sokkið á nokkrum mín-
útum.
Fyrir skömmu birti norska blaðið .„Tidens Tegn“ frá-
sögn af einum slíkum atburði og er frásögnin að mestu
leyti byggð á viðtali blaðsins við Harald Nyegaard skip-
stjóra á flutningaskipinu „Manx“ frá Fredrikstad. —
Rakst skipið á tundurdufl í Norðursjó og sökk á fáein-
um mínútum. Af 19 manna áhöfn, sem á skipinu var,
komust aðeins sex lífs af, fjórir þeirra héldu sér á kili
annars björgunarbátsins í meira en 8 klukkustundir unz
norska skipið „Leka“ bjargaði þeim, en tveir komust
á björgunarfleka skipsins er það sökk, og var þeim
bjargað af dönsku skipi.
Frásögn norska skipstjórans, sem birt verður hjer á
eftir í lauslegri þýðingu, bregður upp átakanlegri mynd
af ógnum þe m, er sæfarendum hlutlausra þjóða stafar
af hinum miskunnarlausu sjóhernaðaraðgerðum nútím-
ans, jafnframt því, sem hún er glöggt dæmi þess ein-
staka þreks og karlmennsku, sem sjómennirnir sýna í
sínu „stríði“ við vosbúð og kulda og hverskonar hörm-
ungar — í baráttunni upp á líf og dauða.
Lagt af stað í síðustu ferðina.
Nyegaard skipstjóra segist þannig frá: Við
lögðum af stað frá West Hartlepool í Eng-
landi síðari hluta sunnudagsins 7. janúar,
hlaðnir kolum til Drammen í Noregi. — Þoka
var á og illt skyggni. En við héldum hina
venjulegu leið milli ensku strandarinnar og
tundurduflabeltisins fyrir utan, og allt gekk
vel, bæði á sunnudag og mánudag. Þegar við
komum á móts við norðurenda Skotlands
beygðum við til austurs, — þar sem við átt-
um að vera komnir fram hjá enska tundur-
duflasvæðinu — og tókum stefnu á Noreg.
Og allt gekk eins og í sögu nokkra hríð.
VÍKINGUE
Ógæfan dynur yfir.
Ég hafði staðið uppi allan tímann frá því
við fórum frá Hartlepool, því að auk tundur-
duflahættunnar hafði alltaf verið þoka.
Á mánudagskvöldið fór ég niður og lagði
mig fyrir, en fór auðvitað ekki af fötum. Mér
var rétt að renna í brjóst, er að eyrum mér
bárust ógurlegir brestir og brak og ég fann
hvernig skipið nötraði allt og skal eins og það
væri fest upp á þráð. Mér var auðvitað þegar
Ijóst, að nú var ógæfan dunin yfir: Skipið
hafði annað hvort lent á tundurufli eða orðið
fyrir tundurskeyti. Það, sem ég svo blessun-
arlega hafði umflúið allt gamla stríðið — því
Tundurskeyti skotið á skip.
18