Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1940, Page 19
þá var ég alltaf á ferðinni — hafði nú hent
mig. Ég þaut upp á þilfar og um leið og ég
rak höfuðið út um dyrnar, sá ég sjóstrókana
og allskonar brak þeytast langt upp fyrir
siglutoppana — og ég varð þess var, að allur
framhluti skipsins — allt aftur að framsiglu
var horfinn. — Þegar þetta skeði var klukk-
an hálf tvö á þriðjudagsnóttina.
Annar stýrimaður var á stjórnpalli og svo
einn háseti, sem stýrði. Auk þess höfðum við
varðmann miðskips og annan í námunda við
stjórnpallinn, því þegar siglt er á hættusvæð.
inu er ekki hægt að hafa stafnvörð. Hann
væri dauðans matur ef skipið rækist á tund-
urdufl.
Á augabragði var öll skipshöfnin komin á
þilfar, nema 1. stýrimaður, hann minnist ég
ekki að hafa séð. Svefnklefi hans var inn af
setustofunni og er mjög líklegt að klefinn
hafi undir eins fyllst af sjó og þrýst á hurð-
ina, svo að hann hefir ekki getað opnað hana,
en hurðin opnaðist inn, ellegar þá að sjálf
sprengingin í skipinu hefir orðið honum að
bana.
Skipið kastaðist þegar á hliðina og sökk
á 4—5 mínútum.
,,Manx“ kastaðist þegar á hliðina og byrj-
aði samtímis að síga niður með afturendann
á undan. Þegar við ætluðum að setja út björg-
unarbátana reyndist það mjög erfitt, einkum
stjórnborðsmegin, því að báturinn lá beinlínis á
skipshliðinni. Með hinn bátinn gekk okkur
betur. Loks náðum við báðum bátunum út-
byrðis. Um það bil, sem báturinn var að kom-
ast í sjóinn, fékk ég högg á höfuðið og missti
meðvitund sem snöggvast. En á meðan ég var
,,fjarverandi“ hvolfdi öðrum björgunarbátn.
um og sá ég, þegar ég komst til sjálfs mín
aftur, mennina, sem í bátnum voru, á sundi
skammt frá skipinu. „Manx“ stóð þá hjer um
bil upp á endann, og mér skildist, að ætti ég
að komast lífs af, þá yrði ég að reyna að
synda frá skipinu, svo að ég sogaðist ekki
niður með því. Og ég held að ég hafi aldrei
synt jafn hratt um mína daga eins og ég gerði
nú, til þess að komast að björgunarbátnum,
sem rak á hvolfi kippkorn frá skipsflakinu.
Að lokum náði ég í bátinn og komst á kjöl, en
áður en ég hafði komið mér þar fyrir var
skipið sokkið í hafið.
Hins björgunarbátsins varð ég ekki fram-
ar var, og ég sá heldur ekki neitt til björg-
unarflekans, sem annar stýrimaður og einn
hásetanna höfðu bjargað sér upp á. Það eina,
sem ég sá, voru mennirnir, er komu syndandi
í áttina til hins hvolfda björgunarbáts, og einn
af öðrum náðu þeir honum, unz við voruni
orðnir 8 alls, sem héngum þar á kili í nátt-
myrkri, kulda og sjógangi.
Af kulda og vosbúð fá mennirnir stífkrampa,
missa taks á kjölnum hver af öðrum —
og hverfa í hafið.
Mér var það undir eins ljóst, að við mynd-
um ekki, gegnvotir eins og við vorum og í
þeim kulda, sem var, geta haldið okkur lengi
á kjölnum. — Ég gerði þess vegna allt, sem
hugsanlegt var, til að reyna að koma bátnum
aftur á réttan kjöl. En það reyndist ómögu-
legt, enda urðu sumir af mönnunum brátt svo
illa á sig komnir, að þeir gátu lítið hjálpað
til. Og ég skildi að það var einungis spurning
um, hversu lengi þeir gætu haldið út. Að
nokkrum klukkustundum liðnum fékk frostið
og þreytan yfirhöndina og stífkrampinn lét
heldur ekki lengi standa á sér — og einn eftir
10
VÍKINGUR