Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1940, Page 27

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1940, Page 27
sama mánuði, og var sú björgun mjög rómuð af þeim, sem á horfðu. Loks bjargaði Sveinn Sæmundsson lögregluþjónn stúlku frá drukknun við Grandagarðinn í Reykjavík. Bjöngunarskipið „Sæbjörg“ hóf starfsemi sína um miðjan janúarmánuð og starfaði nær óslitið fram í miðjan september. Hér við Faxa- flóa var skipið fram til vertíðarloka, en var leigt ríkisstjórninni frá 20. maí og starfaði í þjónustu hennar við gæzlu og annað, það sem eftir var af úthaldstímanum. Á vertíðinni að- stoðaði skipið 30 skip og báta og voru áhafnir þeirra samtals 176 manns, þar með talin skips- höfnin af „Hannesi ráðherra“, sem áður er getið.-Yfir síldveiðitímann var skipið við Norð- urland og aðstoðaði þar fjögur skip og báta með samtals 44 manna áhöfnum. Á meðal þeirra var skipshöfnin af vélskipinu „Unni“ frá Akureyri, sem brann úti fyrir Rauðunúp. um hinn 29. ágúst, en „Sæbjörg“ tók skips- höfnina eftir brunann og fór með hana til hafn- ar. Ennfremur tók „Sæbjörg“ vélskipið „Dag- nýju“ frá Siglufirði með bilaða vél úti á hafi og dró það fullt af síld til Akureyrar. Samtals aðstoðaði björgunarskipið því 34 skip á árinu og voru áhafnir þeirra samtals 220 manns. Enn er ótalin margvísleg aðstoð, sem varð- skip ríkisins veittu allmörgum skipum og bát- um, svo að árið var langt ofan við meðallag hvað þetta snertir. Þá má segja að yfirstand- andi ár hafi byrjað giftusamlega að þessu leyti, því að eins og kunnugt er, bjargaðist öll skipshöfnin — 62 manns — af þýzka skip- inu „Bahia Blanca“ á síðustu stundu um borð i togarann „Hafstein“ úti fyriir Vestfjörðum hinn 10. janúar, en skipið sökk eftir að hafa laskast í ís, nokkrum klukkustundum áður. Skipskaðar urðu nokkrir á árinu og þ. á. m. tveir allmiklir á okkar skipastól. Hinn fyrri þegar b.v. „Hannes ráðherra“ strandaði og hinn síðari þegar „Unnur“ brann eins og fyrr var getið. Ennfremur strandaði v.b. „Björg- vin“ frá Vestmannaeyjum við Reykjanes hinn 21. sept., en allmiklu varð bjargað úr strand- inu, þ. á. m. vél skipsins, og loks fórust vél- bátarnir „Þengill“ og ,,Inga“ eins og áður er sagt. Stærð þessara tveggja síðasttöldu báta var 7 og 8 smálestir, svo að alls höfum við 27 misst á árinu: 1 togara, 2 vélskip yfir 12 smá- lestir og 2 vélbáta undir 12 smálestum. Af erlendum skipum fórust hér við land: 1 enskur togari, „Mohican“ frá Hull, sem strandaði á Rangársandi hinn 19. apríl, og 2 færeysk fiskiskip, „John Bull“, sem sökk eftir árekstur við norskt síldveiðiskip hinn 20. ág. á Skagafirði og „Anna“, sem brann á Þistil- firði hinn 6. sept. Auk þess strandaði norskt síldveiðiskip, „Lappen“, á Melrakkasléttu s.l. sumar, en varðskipið „Ægir“ náði því út og dró það til hafnar. Enginn erlendur maður fórst hér við land á árinu svo vitað sé. Meðlimatala Slysavarnafélagsins hefir aldrei aukizt meir en á s.l. ári, því að þá voru stofnaðar 22 nýjar deildir innan félagsins, flestar fyrir forgöngu hinna sömu manna, sem mestan ötulleik sýndu í því starfi árið áður, en það voru þeir séra Jón Guðjónsson í Holti undir Eyjafjöllum og félagar hans, sem skýrt er frá í síðustu árbók félagsins. Erindreki fé- lagsins, Jón Bergsveinsson, hefir að sjálfsögðu einnig verið með í flestum þessara leiðangra. Hinar nýstofnuðu deildir eru: 5 í V.-Skapta- fellssýslu, 2 í Rangárvallasýslu, 8 í Árnessýslu, 5 í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu, 1 í Grímsey, og 1 á Álptanesi í Gullbringusýslu. Nú eru slysavarnadeildir í öllum hreppum V.-Skapta- fellssýslu, öllum hreppum Rangárvallasýslu, 9 hreppum í Árnessýslu og 8 hreppum Mýra- og VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.