Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1940, Blaðsíða 29

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1940, Blaðsíða 29
ir að vísu oftast komið að tilætluðum notum, því að menn hafa brugðist drengilega við og látið eitthvað af hendi rakna. Það er að sjálfsögðu ekki að lasta þá hjálp- fýsi, er kemur fram í slíkum söfnunum, en óneitanlega væri það viðkunnanlegra, að þjóðfélagið sjálft sæi aðstandendum þeirra manna, er láta lífið á þann hátt, oft á bezta aldri, í þágu þess, fyrir viðunandi lífeyri, því varla verður þeirrar hugsunar varist, að með þessari aðferð sé verið að gera aðstandendur sjómannanna að hálfgerðum beiningamönn- um. Þegar þess er nú jafnframt gætt, að áminnstar fjársafnanir fara sjaldnast fram nema um fráfall heillar skipshafnar sé að ræða, en hinsvegar kemur það oft fyi'ir, að fyrirvinnu einnar eða fleiri fjölskyldna missi við, án þess að nokkuð sé að gert, þó að sjálf- sögðu sé í slíkum tilfellum um jafnmikið tjón að ræða fyrir þá, sem misst hafa. Með sjóðsstofnun þeirri, er tillagan ræðir um, er bent á leið til nokkurra úrbóta í þessu efni. 2. Fundurinn tekur undir og ítrekar þá á- skorun Farmanna- og fiskimannasambands ís- lands til Alþingis og ríkisstjórnar, um að stofnaður verði sérstakur vitasjóður, sem í renni öll hin lögboðnu vitagjöld, enda verði ríkissjóði gert að skyldu að greiða inn í vita- sjóð þau vitagjöld síðastliðinna 15 ára, sem .ekki hafa farið til nýbygginga og viðhalds á vitum samkvæmt gildandi lögum. Fundurinn telur sjálfsagt að leitað verði álits Farmanna- og fiskimannasambands ís- lands um framkvæmdir vitasjóðs og þá eink- anlega um byggingu nýrra vita. Þrír íslenzkir sjómenn farasí me3 norsfu sfipi Talið er víst, að norska flutningaskipið ,,Bisp“ frá Haugasundi, hafi farizt. Hefir ekk- ert til skipsins spurst síðan það fór frá Eng- landi 20. janúar síðastliðinn áleiðis til Noregs. Á skipinu voru þrír íslendingar, tveir frá Vestmannaeyjum og einn frá Steinsmýri í Meðallandi. Réðu þeir sig allir á „Bisp“ hinn 12. nóvember s.l., en skipið fór þá frá Vest- mannaeyjum áleiðis til útlanda. íslendingarnir voru þessir: Guðmundur Eiríksson frá Dvergasteini í Vestmannaeyjum, 20 ára gamall, einhleypur, en átti foreldra á lífi í Vestmannaeyjum. Þórarinn S. Thorlacius Magnússon frá Vest- mannaeyjum, 33 ára gamall, kvæntur og átti tvö ung börn. Bisp afí fara frá Langeyri við Álftafjörð vestra. Haraldur Bjarnfreðsson frá Efri Steinsmýri í Meðallandi, 22 ára gamall, einhleypur, en foreldrar hans eru á lífi á Efri Steinsmýri. 29 VIKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.