Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1940, Page 30

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1940, Page 30
Einar GuSmundsson timburmaður á m.s. ,,Esja“ er fæddur í Skáleyjum á Breiðafirði 29. febrúar 1888. Er hann því 52 ára nú, enda þótt hann ekki eigi afmælisdag nema fjórða hvert ár. Ólst Einar upp á Breiðafirði til 16 ára ald- urs, byrjaði að stunda þar sjóróðra er hann var 12 ára og einnig á Snæfellsnesi. Var hann ýmist á opnum skipum eða þilskipum. Árið 1911 byrjaði Einar siglingar á stærri skipum og var þá fyrst eitt ár sem viðvaning- ur á g.s. „VeMra“ í strandferðum hér við land, réðist því næst í millilandasiglingar á g.s. „Mjölni“, eign Thorefélagsins. Fluttist hann nokkru síðar til Austfjarða og settist að á Reyðarfirði og hefir hann verið búsettur þar síðan. Stundaði hann sjóróðra þaðan, þar til 1922 um vorið, er hann réðist timburmaður á g.s. „Sterling“, en það var stutt gaman skemmtilegt fyrir hann. Var hann þar aðeins eina nótt, því að næsta dag strandaði „Ster_ ling“ í svarta þoku fyrir utan Brimnes á Seyð- isfirði. Hefði mörgum þótt það snubbótt sjó- ferð, en Einar segir ekki margt um hana, því hann er orðvar og vandur að virðingu sinni. Árið 1923 réðist Einar svo til sama starfa á gömlu ,,Esju“ og var þar æ síðan, þar til hún var seld og ávallt við góðan orðstýr, en síðan að nýja „Esja“ kom, hefir hann haft þar samskonar starf á hendi. Einar er greindur og reglusamur í hvívetna og því öðrum til fyrirmyndar. Hann er manna fróðastur um margt og víðlesinn, les al.lt það, er hann nær í, þegar honum gefst tóm til og á því margar bækur og sumar góðar. Einar er af öllum samstarfsmönnum jafn vel látinn, bæði yfir- og undirmönnum. Allir samverka- menn hans og Sjómannablaðið Víkingur árna því ungmenninu, með silfurhærurnar, allra heilla í tilefni af þrettánda afmælisdeginum. Á. S. Sigurður jónsson skipstjóri og útgerðarmaður í Görðum 75 ára. Hinn 11. þ. m. átti Sigurður Jónsson, skip- stjóri og útgerðarmaður í Görðum á Seltjarn. arnesi 75 ára afmæli. — Sigurður er fæddur á Seltjarnarnesi og hefir alið þar — og á sj5n- um — allan sinn aldur. Hann byrjaði að stunda sjó fyrir alvöru 14 ára gamall og varð for- maður á 4 manna fari þegar hann var 18 ára. Eftir að hann lauk skipstjóraprófi var hann lengi skipstjóri á kútterum, bæði sem aðrir áttu og sem hann átti sjálfur. Sigurður í Görðum hefir verið — og er enn — mikill atorku og dugnaðarmaður. í þau rúm 60 ár, sem liðin eru síðan hann byrjaði sjómennsku, hefir hann jafnan fengizt við sjó- sókn og útgerð í einhverri mynd, auk þess sem hann hefir fengizt við jarðrækt og landbúnað. Sjómannablaðið Víkingur óskar honum til hamingju með það, sem af er og árnar honum allra heilla í framtíðinni. VÍKINGUR 30

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.