Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1941, Page 1
5:) □ nrm N N R B L F) Q IÐ
U í K IH 6 U R
ÚTGEFANDI: FARMANNA- OG FISKIMANNASAMBAND ÍSLANDS
III. árg., 5. tbl. Reykjavík, mai 1941
Síldveiðarnar
O ÍLDVEIÐARNAR hafa á undanförnum árum verið aðal-haldreipið í þjóðarbúskap vor ís-
lendinga. — Ár eftir ár fór saman hjá oss lélegur þorskafli á vetrar- og vorvertíð, þverr-
andi marksaðsmöguleikar fyrir saltfiskinn, og þar af leiðandi lágt verð og svo loks mjög lágt
verð á nýjum fiski, útfluttum til Bretlands. Afleiðingin af þessu varð óumflýjanlega — eins og
raunar öllum landslýð er kunnugt — hin mesta óáran í landinu. Sjávarútvegurinn stórtapaði ár
eftir ár, atvinnuleysið við sjávarsíðuna varð hrsinasta böl og þjóðarbúið riðaði á barmi fjárhags-
legs hruns og getuleysis. Einasta vonin í þessum erfiðleikum var síldin. Brygðist hún ekki, var
von um að hægt væri að lialda í horfinu, en brygðist hún, var voðinn vís. — En síldin brást ekki,
heldur bjargaði þjóðinni ár eftir ár yfir sker og boða atvinnuleysis og hungurs.
Nú er öldin önnur í Urndi hér, eða svo virðist a. m. k. í fljótu bragði. Síðastliðið ár hefir
óneitanlega verið mikið uppgangsár fyrir sjávarútveginn, og nú virðast allir hafa meira en nóg
að gjöra. Nú heyrist heldur aldrei, hvorki í ræðu né riti, minnst á það, hvernig útlitið sé með
síldveiðarnar í sumar, enda þótt komið sé fast að þeim tíma árs, sem undirbúningur að þeim
veiðum hefir venjulega verið langt á veg kominn. Nú steinþegja blöðin um horfurnar hjá þess-
um atvinnuvegi þjóðarinnar, nema hvað eitt þeirra (Morgunblaðið) víkur ofurlítið að því í
,,Reykjavíkurbréfi“ 11. þ. m., að það myndi vera landbúnaðinum ákaflega mikill hnekkur, ef
engin síldarvertíð yrði. En yrði það ekki öðrum aðilum en landbúnaðinum einnig stórhnekkir,
ef síldveiðarnar legðust alveg niður að þessu sinni? Það er því miður hætt við að svo yrði.
Þó að afkoma sjávarútvegsins sé nú, eins og áður er sagt, önnur og betri heldur en verið
hefir á undanförnum árum, þá verður elcki þar með sagt, að eintóm birta sé framundan hjá
þeim atvinnuvegi. Eins og allir vita, hafa fiskflutningar togaranna og annarra ísl. skipa til Eng-
lands verið stöðvaðir um hríð, en af þeim eða í sambandi við þá, hefir langmestur hlutinn af
hagnaði útvegsins flotið. Örðugleikarnir á að taka upp þessa flutninga að nýju eru svo stórkost-
legir, að alveg er óvíst, hvort á verður unnt að ráða nokkra þá bót, sem að haldi getur komið.
Fari svo, að við þessa örðugleika verði ekki ráðið, hvað er þá framundan hjá þessum hluta flot-
ans, o,g\ þeim mönnum, sem þar vinna? Og svo eru það öll smærri skipin, sem síldveiði hafa
stundað á undanförnum árum. Hvað er framundan hjá þeim og þeirra mönnum, ef síldveiðarn-
ar leggjast niður? Ef til vill virðist mönnum svo, sem óþarfi sé að gera mikið veður út af því,
hvað um allt þetta verður í sumar, ef engar verða síldveiðarnar. Étvegurinn og sjómennirnir
séu ekki svo á nástrái nú eftir undangengið veltiár, að bera þurfi nokkurn kvíðboða fyrir afkomu
þeirra þó að uppihald verði á útgerðinni í nokkra mánuði. Útgerðin þoli það að leggja skipunum
um tíma — og nægileg vinna sé til handa mönnum hjá Bretanum.
En Þjóðfélagið má ekki við því, að þetta eigi sér stað, og að þetta sjónarmið verði látið
ráða. Frá sjónarmiði þess hlýtur það að vera stórháskalegt að jafn veigamikill þáttur fram-
leiðslunnar leggist niður. Þetta er svo auðskilið mál, að óþarft er um að ræða. Þess vegna er
þess að vænta, að ríkisstjórnin og aðrir ráðandi aðilar í þessum málum, geri allt sem í þeirra
valdi stendur til þess að síldveiðar verði reknar í sumar í svipuðum stíl og verið hefir. — Það
Framh. á 1)1 s. 9.
1 VÍKINGUR