Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1941, Side 4

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1941, Side 4
 Prófunum lauk hinn 3. maí og hafa þau farið þannig: Farmannapróf: Bogi Gisli Ísleiíur Einarsson, Rvík 178 stig II. eink. Halldór Sigurþórsson Rvík .... 2IOV3 — I. — Jónas Sigurðsson Rvík ........ 252V3 — ág. — Pétur Guðmundsson Rvík ....... 231 — ág. — porbjörn Ásbjörnsson Borgarnesi 182% — II. — Hið meira fiskimannapróf: Andrés Finnbogason Patreksi.... 133 — I. — Árni Jónsson Dýrafirði ........ 151 — ág. — Árni Sigurður Ásm.ss. Rvik .... 125 — II. — Áini R. Stefánsson Dýrafirði .... 148% — ág. — Baldur Ármann Jónsson Akranesi 134% — I. — Björn Hansson Hafnarfirði ..... 122% — II. — Guðbj. Magnús Stephensen Rvík 134% — I. — Guðm. Guðmss. Móum, Kjalarnesi 150% — ág. — Guðm. Breiðfjörð Pétursson Rvik 132% — I. — Gunnar Klemenzson Rvík ......... 121% — II. — Halldór Gunnarsson ísafirði .... IO2V3 — III- — Helgi Anton Ársælsson Rvík .... 120% — II. — Jóhann Magnússon Rvík .......... 137% — I. — Jóhannes Sólbj. Sigurbj.ss. Rvík 131% — I. — Loftur Júlíusson Rvík .......... 125 — II. — Magnús Jónsson ísafirði ........ 142 — I. — Ólafur Sigurðsson Vestm. eyj. .. 131% — I. — Óskar Gíslason Vestm.eyj........148% — ág. — Ragnar Ágúst Björnss. Sandgerði 145 — I. — Sigurður Tómasson Sauðárkrók .. 129V3 — I. — Sigurjón Ingvarsson Norðfirði .. 152 — ág. — Steingr. Benedikt Bjarnas. Rvík. 133 — I. — Viggó Páll Björnsson Rvík ...... 146 — I. — Vilhjálmur porsteinsson Rvík .... 150 — ág. — Ég óska ykkur til hamingju með prófið, og vona að það komi ykkur að tilætluðum notum. Þó ykkar bíði nú bæði erfiði og auknar hættur við störf ykkar á hafinu, þá þykist ég vita, að flestum ykkar sé eitthvað svipað innanbrjósts og fugli, sem sleppt er út úr búri. Ég þekki líka þessa tilfinningu og get sett mig í ykkar spor. Og auðvitað hefir skólavistin verið erfiður tími fyrir marga ykkar, sem komuð lítið undirbúnir og þurftuð að tileinka ykkur á tiltölulega skömmum tíma þó nokkra þekkingu, að minnsta kosti borið saman við það, sem þið kunnuð áður. Það má einnig vera, að sumum ykkar finnist að þið hefðuð vel getað verið án nokkurs af því, sem kennt hefir verið á skólanum, og þó getaö lært að rata leið ykkar yfir hafið, og má það að vísu til sannsvegar færa, ef eingöngu er litið á málið frá þeirri hlið. En skoðað frá annari hlið, væri þetta hinn mesti misskilningur. Því má nefnilega ekki gleyma, að sá vísir til almennrar menntunar, sem skólinn veitir á svo skömmum tíma, er harla lítill, borinn saman við það, sem margur maður- inn óskaði að kunna, sem á að gegna áberandi starfi í þjóðfélaginu. Hann er því aðeins undir- staða til þeirrar sjálfsmenntunar eða annara’’ víðtækari menntunar, sem æskilegt er að hver maður ástundi, sem vill afla sjálfum sér og sinni stétt álits og virðingar. Það er því miður staðreynd, að það sem lærist á ofskömmum tíma, gleymist fljótt aftur, sé því ekki stöðugt haldið við, og því er um að gera, að láta ekki dragast of lengi að opna bókina á ný. Eins og segir í fornum fræðum, þá veit eng- inn nær verður á vegum úti geirs of þörf guma, og þeir tímar koma í lífi hvers manns, að hann þarf á öllu sínu að halda, og sér þá, oft um sein- an, að einmitt það, sem nú hefði að haldi komið, hefir verið látið fyrnast yfir og falla í gleymsku. Að viðhalda því, sem þið hafið lært, og að auka þekkingu ykkar með lestri góðra bóka eða á annan hátt, veitir ykkur sjálfum mai-gar ánægjustundir og öryggi í starfi og framkomu við þá, sem þið vinnið með. Mér er ánægja að geta þess, að framkoma ykkar í vetur og ástundun við námið, hefir yfir- leitt verið mjög góð, og ég vil fyrir hönd okkar kennaranna þakka ykkur samveruna á skólanum og óska ykkur heilla og velfarnaðar í starfi ykk- ar á komandi tímum. Þá vil ég færa kennurum skólans alúðar þakk- ir fyrir samveruna í vetur og fyrir þann áhuga fyrir velferð skólans og nemenda hans, sem þeir ávalt hafa sýnt í starfi sínu við skólann. (Því næst fór fram afhending skírteina, en að því loknu hélt skólastjóri áfram máli sínu á þessa leið) : Við enda þessa skólaárs lýkur eins og áður er sagt 50 ára starfsferli Stýrimannaskólans. Hann var stofnaður með lögum nr. 19 frá 22. maí 1890, og tók til starfa haustið 1891. Á undan stofnun skólans höfðu eðlilega farið fram um- ræður um hann bæði á Alþingi og utan þings, og mun ekki hafa verið mikill ágreiningur um nauðsyn hans, en um það, hvar skólinn ætti að setjast, voru ýmsar uppástungur í byrjun, þó VÍKINGUR 4

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.