Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1941, Side 6

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1941, Side 6
Fjórir af þeim, er fyrst tóku próf við Stýrimanna- skólann, talið frá vinstri: Árni K. Magnússon, þor- steinn ])orsteinsson, Pétur Ingjaldsson og þorvaldur Jónsson. náði hámarki um aldamótin og fæddi síðan af sér togaraútgerðina með öllum þeim breyting- um, sem hún olli á högum landsmanna á til- tölulega skömmum tíma. Geir sá strax, að út- gerðinni var svo best borgið, að með skipin færu innlendir menn, kunnir fiskimiðum og vanir tíðarfari og öðrum aðstæðum hér við land. Því fékk hann veturinn 1872—’78 Eirík Briem, þáverandi biskupsritara og kandídat í guðfræði, til að kenna efnilegum, ungum manni, sem verið hafði á útveg hans sjómannafræði. Þessi maður var Markús Bjarnason frá Baulu- húsum í Arnarfirði, og gekk hann undir próf um vorið. Prófdómendur voru tveir yfirmenn af herskipinu „Diana“ og er svo sagt, að þeir hafi ekki vitað, hvort þeir áttu að dázt meira að kunnáttu prófsveinsins, eða hæfileikum guð- fræðingsins, sem bjó hann undir prófið, án þess að hafa nokkurntíma stýrt skipi á sjó. Séra Eiríkur Briem var síðan prófdómari við Stýrimannaskólann frá byrjun til ársins 1913, eða samfleytt í 20 ár. Árið 1881 lauk Markús fyllra prófi við sjó- mannaskóla í Danmörku, og árið 1885 í októ- ber, byrjaði hann kennslu á heimili sínu hér í Reykjavík, með 11 piltum þegar flest var, og stóð námskeiðið í 5 mánuði. Hafði hann til þess 100 kr. styrk frá landshöfðingja. Næsta hausl hélt Markús áfram námskeiðinu með nokkru hærri styrk, og kenndi síðan á hverjum vetri, þar til Stýrimannaskólinn var settur á stofn, VÍKINGUR en stundaði jafnframt sjóinn sem skipstjóri á sumrum. Þegar hér var komið, var aukning skipa- stólsins orðin það mikil, að þörfin fyrir fleiri menn með sjófi’æðikunnáttu var orðin brýn. Þingvallafundur, sem haldinn var árið 1888, hafði meðal annara mála tii umræðu stofnun stýrimannaskóla, og fyrir forgöngu Markúsar og annarra áhugamanna, samþykkti Alþingi 1889, lög um stofnun Stýrimannaskólans í Reykjavík, og hlutu þau staðfestingu konungs hinn 22. maí árið eftir. Með þessum lögum var lögð undirstaðan að menntun skipstjóra- efna okkar, ekki aðeins á næstu árum, heldur og um alla framtíð, því að á þeim grundvelli hefir síðan verið byggt og aukið við eftir þörf- um, og svo mun vera meðan þetta land byj gist og þjóðin fær að ráða málum sínum sjálf. Markús var sjálfkjörinn til að veita skólanum forstöðu, bæði sakir lærdóms og ann- arra hæfileika, og vegna þess áhuga, sem hann hafði sýnt fyrir þessu málefni. Skólinn hóf starfsemi sína í október 1891 í nýju húsnæði, sem Markús hafði látið gjöra sem viðbótarbygg- ingu við hús sitt, sem var hið svokallaða „Doktorshús", og stendur það enn, sem eitt af elztu húsum þessa bæjar, byggt árið 1833. Nem- endur voru 14 þennan fyrsta vetur, og eru 8 þeirra enn á lífi, og einn þeirra er enn starf- andi skipstjóri. Af kennurum skólans, sem voru 4 þennan fyrsta vetur, er nú aðeins einn á lífi, nfl. Páll Einarsson, fyrrv. hæstaréttardómari, sem þá var málfærzlumaður við landsyfirréttinn, og kenndi sjórétt við skólann. Af nemendunum eru þessir nú á lífi; Árni Kristinn Magnússon, Björn Sveinsson, Jafet Sigurðsson, Ottó N. Þorláksson, Páll Halldórs- son, Pétur Ingjaldsson, Þorsteinn Þorsteinsson og Þorvaldur Jónsson. Ég vil leyfa mér að bjóða sérstaklega vel- komna þá af þessum mönnum, sem hafa getað komið því við að mæta hér í dag. Síðan haustið 1891 hefir skólinn starfað á hverjum vetri fram á þennan dag. Siglinga- fræðiprófin hafa lengst af verið 2, sem skólinn hefir veitt. Þau hafa heitið ýmsum nöfnum á þessu tímabili, og aukið hefir verið við próf-

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.