Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1941, Side 9
urðu námsmannatakmarkanir iðnstéttanna þeim
og vélstjórastéttinni til hinnar mestu óþurftar.
Aðsókn að Vélskólanum hefir þorrið, og vönt-
un á æfðum vélstjórum er þegar orðin tilfinn-
anleg.
Þetta er afturför sem hefir orsakast af
skammsýni hinna leiðandi manna í iðnstéttun-
um, og hefir í för með sér öryggisleysi í sjávar-
útveginum og ýmsa aðra erfiðleika.
Notkun véla er sívaxandi hér, eins og ann-
arsstaðar, bæði á sjó og landi, og að sama skapi
vex þörfin fyrir víðtækara námi og þjálfun
fleiri og fleiri manna á hinu tekniska sviði. Það
er því þjóðhagslegt nauðsynjamál, að búa sem
bezt að þeim kennslustofnunum, sem hér eiga
hlut að máli. Það þarf að örfa unga og efnilega
menn til þess að leggja inn á þessa námsbraut,
en ekki leggja stein í götu þeirra, eins og gert
hefir verið um skeið.
Ef til vili hefir hin tilfinnanlega vöntun á
fagmönnum í vélsmiðjunum undanfarna mán-
uði, fært járniðnaðarstéttinni heim sanninn um
það, að innilokunarstefnur í þessum málum eru
ekki heillavænlegar. En þó segja megi, að at-
vinnuskilyrðin séu nú alveg óvenjuleg, þá er
hitt víst, að vélstjórastéttin má ekki, útvegsins
Talið frá vinstri: Hallgrímur Jónsson, Bjarni þor-
steinsson og Gísli Jónsson. þ'eir útskrifuðust fyrstir
úr Vélstjóraskólanum og áttu jafnframt mikinn þátt
í stofnun skólans.
vegna, og getur ekki, sætt sig við neinar þær
ráðstafanir, sem torvelda eðlilegan vöxt hennar.
Rafmagnsdeildin:
Sigurður Gunnar Sigurðsson.. 76 stig 2. eink betri
Ásmundur Friðriksson ...... 82% — 2. — —
Sigurður Haraldsson ....... 8OV3 — 2. — —
V élstj óraskólinn:
Tryggvi Guömundsson ....... 177% stig 1. eink.
Örn Steinsson Jóhannesson .181 — 1. —
Einar Sigurjónsson ........I85V3 — ágætiseink.
Eyjólíur Ármann Guðmundss. 185 — 1. eink.
Loftskeytaskólinn
Próf stóðu yfir í skólanum dagana 16.—21.
apríl s. 1. Skólaseta þeirra, er luku prófi, hefir
verið 2 vetur, 41/2 mánuður fyrri veturinn, en
6V2 mánuð seinni veturinn. 18 nemendur stóð-
ust prófið, og auk þess 2 símritarar.
Aðalsteinn Guðnason, Dagverðareyri.
Agnar Steíánsson, Sigluiirði.
Bogi þorsteinsson, Búðardal.
Friðþjófur Jóhannesson, Reykjavík.
Gestur H. Sigurjónsson, Reykjavík.
Guðmundur Óskarsson, Látrum, Barðastr.s.
Gissur Erlingsson, Reykjavík.
Guðmundur þorláksson, Hafnarfirði.
Gunnar Einarsson, Reykjavík.
Hafsteinn þorsteinsson, Vestmannaeyjum.
Halldór G. Laxdal, Reykjavik.
Haukur Hólm Kristjánsson, Hafnarfirði.
Ingibergur Lövdal, Reykjavík.
Jón Halldórsson, Reykjavík.
Ólafur Hannesson, ísafirði.
Ragnar Guðmundsson, Reykjavík.
Stefán Linnet, Reykjavik.
Teitur Guðmundsson, Móum, Kjalarnesi.
Símritarar:
Jónas Guðmundsson. Steingrímur Pálsson.
SÍLDVEIÐARNAR, framh. af 1. síðu.
skal fúslega játað, að við ýmsa erfiðleika mun vera að etja, svo sem flutninga á afurðunum og
vátryggingu, en á þessum erfiðleikum verður að reyna að vinna bug, því þó að se,gja megi, ef
til vill, að það sé ekki jafnmikil lífsnauðsyn, eins og á undanförnum sumrum, að gert verði út á
síld í sumar, og að sú útgerð gangi vel, þá hljóta samt allir að viðurkenna, að það er þjóðarnauð-
syn að þessi ,,gullnáma“ landsins verði starfrækt í sumar.
VÍKINGUR
9