Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1941, Qupperneq 10
„EkUi er flan \\\ fagnaSar*'
i.
Eins og öllum er kunnugt, lögðust siglingar
niður til Englands eftir að sameiginlegur fund-
ur atvinnumálaráðherra, útgerðarmanna og
fulltrúa sjómanna höfðu mælst til þess við út-
gerðarmenn, sem höfðu skip í förum til Eng-
lands, að þeir stöðvuðu siglingarnar um óá-
kveðinn tíma, meðan verið væri að rannsaka
möguleika á meira öryggi fyrir sjófarendur,
þar sem nýtt viðhorf hafði skapazt við árásina
á Fróða og Reykjaborgina og tvísýnt þá um Pét-
ursey, sem síðar kom í ljós, að hafði farizt með
öllu. Þessi sameiginlega ákvörðun var tekin 19.
marz. Var hún af öllum ábyrgum mönnum talin
skynsamleg og sjálfsögð eins og á stóð. Allir
íslenzku fiskútflytjendurnir urðu við áskorun
fundarins, að senda ekki skipin út.
Þann 28. marz lýsa Þjóðverjar hafnbanni á
ísland og hafið í kringum það ófriðarsvæði.
Allar siglingar til og frá landinu, þar með tal-
in fiskisvæðin — væri ófriðarsvæði. Hafnbann
Þjóðverja skapaði enn eitt verkefni til úrlausn-
ar, þar sem reynslan hafði sýnt, að athafnir
fylgja orðum hjá þeim, var það talið vítavert
gáleysi að staldra ekki við, og hugsa hvernig
bezt myndi að mæta þessari nýju hættu þá þeg-
ar og í framtíðinni, og haga framkvæmdum
eftir því.
Ríkisstjórnin ræddi margsinnis við brezku
herstjórnina og brezka ræðismanninn um meira
öryggi við siglingarnar og aðra tilhögun. Eftir
því, sem heyrzt hefir, hafa þessar málaleitanir
engan árangur borið. Sjómennirnir eru jafn
öryggislausir (öruggir) og þeir voru í byrjun
stríðsins, en hætturnar hafa margfaldast. Þann-
ig stóðu málin þegar Ríkisútvarpið, þann 26.
apríl, flytur Þjóðverjum og hverjum öðrum,
sem vill heyra, að ríkisstjórnin hafi skipað þá
Björn Þórðarson lögm., Pétur Magnússon mála-
flutningsm. og Emil Jónsson vitamálastjóra, til
að komast að samningum við sjómannafélögin
um stríðsáhættuþóknun (,,hræðslupeninga“) um
ófriðarsvæðið. Eftir þessari frétt útvarpsins
er tilmælunum um stöðvun siglinga til Eng-
lands aflétt, þar sem samningar eru hafnir milli
útgerðarmanna og sjómanna.
Dagblöð höfuðstaðarins rituðu vingjarnlega
um stöðvun siglinganna til Englands, að und-
anskildu blaði Framsóknarflokksins, Tímanum.
Frá því blaði hefir andað kalt til sjómanna.
Stöðvun siglinganna til Englands hefir kallað
fram ógeðfelldan tón hjá blaðinu, sem ýmist er
smjaður, ögrun eða hótun.
Pálmi loftsson forstjóri skrifar grein í 89.
tbl. Tímans: „Nýja hættan á sjónum“. For-
stjórinn er þar að lýsa skoðun sinni á hættun-
um vegna styrjaldaraðgerðanna, og að menn
haí'i búizt við tapi manna og skipa. Hann virðist
undra sig á, að siglingarnar til Englands hafi
lagst niður, og spyr hvort það sé vegna þess,
að sjómenn hafi misst kjarkinn við fyrstu raun.
Forstjórinn fullyrðir, að sjómennirnir missi
aldrei kjarkinn, þó á móti blási. Hann tekur
til dæmi úr slysfarasögu sjómannastéttarinn-
ar, „og þrátt fyrir slíkar raunir hafa sjómenn-
irnir aldrei hætt að sækja sjóinn", segir hann.
„Hversvegna skyldu þeir þá frekar nú missa
kjarkinn, þegar á reynir“, segir hann ennfrem-
ur.
Ég er sammála P. L. um, að sjómenn allra
tíma hafi sýnt hugrekki í störfum og karl-
mennsku í raunum. Fangbrögð Ægis og dætra
hans óttast sjómenn ekki, þeir eru þjálfaðir í
stríði við þau náttúruöfl, og hefur ýmsum veitt
betur.
VÍKINGUR
10