Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1941, Page 13
fallbyssur þýzku kafbátanna séu 4—5 þuml-
unga. Heyrst hefir, að nægilegt væri talið að
setja þriggja þumlunga byssu á íslenzku skip-
in. Ef þetta er rétt, hvernig halda menn að
leikslokin yrðu, ef til vopnaviðskipta kæmi. All-
ar langferða hernaðarfiugvélar eru vopnaðar
sprengjum, mörgum hríðskotabyssum og 7—8
cm. fallbyssum. Reynslan hefir sýnt sterkasta
sjóveldi heimsins, að þessi árásatæki Þjóðverja
séu engin barnameðfæri, og sízt af öllu að þau
verði vegin með orðum eða lélegum vopnum.
Það sem af er þessu ári, hefir brezka heims-
veldið nötrað af átökunum um yfirráðin á höf-
unum. Leikslokin eru enn tvíræð. Öll orka og
mannvit er sett inn, því lokaþætti brjálæðisins
á að ljúka á Atlandshafinu, ef til vill á fiski-
miðunum eða ennþá nær borg og byggðum.
Alger vopnun íslenzku skipanna finnst mér
ekki koma til greina sem stundar-ráðstöfun
vegna harðnandi stríðsaðgerða í lofti og á legi.
Þrátt fyrir það, sem skeð hefir, verða hlutleys-
isyifirlýsingarnar okkar og vopnleysið það
vopnið, sem hjálpar bezt til að fleyta skipum
og mönnum meðan stætt er á höfunum. Annars
og þriðja flokks vopnun er til að skrifa um, en
er þýðingarlaus, ef tii átaka kemur við betur
vopnaða aðila. ,,Convoy“-fyrirkomulagið er að
mínu áliti það tryggasta, ef vel er varið. Að
vísu fara misjafnar sögur af því flutninga-
fyrirkomulagi, mörg og stór skörð hafa verið
höggvin í fylkingarnar, ekkert nú á tímum er
fyllilega öruggt. Hvað er bezt í þessu? Um það
má alltaf deila. Reykbombur ættu að vera í öll-
um skipum. Það gæti verið að þær gerðu eins
mikið gagn og stuttdræg fallbyssa, sem yrði
það fyrsta, sem skotið væri á ef til átaka kæmi.
Einnig ætti að vera til hríðskotabyssur til að
sökkva fljótandi tundurduflum, sem hafðar
yrðu á lítið áberandi stöðum.
III,
Eins og áður er tekið fram, hafa Siglingar
til Ameríku, Spánar og Portugal aldrei verið
stöðvaðar. E. s. Edda er nú í siglingum til Mið-
jarðarhafs landa.
Hvernig stendur á þessum skrifum frá vissu
blaði um vöruþurrð, þótt siglingarnar tepptust
]‘á
frá Englandi. Ekki hefir landið fengið matvöru
þaðan. Til Ameríku hafa fjórir „Fossarnir"
siglt næstum að telja frá stríðsbyrjun, og þar
að auki Katla og Edda öðru hverju. Ef þessi
skipastóll hefði verið notaður til matvælaflutn-
inga, þá væri nú nægur matur í landinu til langs
tíma. Forráðamennirnir hafa ekki gætt hófs
við útbýtingu matvæla, skömmtunin hefir ver-
ið svo rífleg, að allur fjöldinn hefir ekki orðið
var við stríðið, sem að sjálfsögðu hlýtur að
krefjast lífsvenjubreytinga. Svo gálauslega
hefir verið haldið á þessum matarmálum, að
hver sem vildi, gat keypt á brauðsölustöðunum,
veitingahúsunum og öðrum sölustöðum alls-
slags sætar kökur og hvað sem menn annars
vanhagaði um, án þess að hafa skömmtunar-
seðla. Nú vissu þessir matvælaherrar, að í
landinu voru tugir þúsunda útlendingar, sem
gerðu sér gott af þessum frjálsu viðskiptum, og
nutu þannig skeytingarleysis ráðamannanna á
kostnað þeirra, sem borða og drekka heima.
Þannig löguð ráðsmenska verður tafarlaust að
breytast. Tímarnir krefjast hafsýni og sparn-
aðar.
Þrjár fyrstu vikurnar í aprílmánuði komu
3 „Fossarnir“ fullfermdir frá Ameríku, og einn
frá Englandi. Talið er, að það hafi verið sem
svaraði einum skipsfarmi matar; þó meðtalin
550 smálestir af áburði, sem Lagarfoss kom
með. Farmur hinna „Fossanna“ hefir þá verið
ýmiskonar varningur annar — en sennilega
ekki ,,luxus“-vara.
Hvernig má það vera, að menn, sem trúað
er fyrir matbyrgingu þjóðarinnar, skulu láta
það viðgangast, að farmrúm skipanna skuli ekki
að miklum hluta í hverri ferð vera tryggt undir
matvæli. Ef þessa hefði verið gætt, þá væri
engin vöruvöntun í landinu í nánustu framtíð.
Það var öllum kunnugt, að yfirráðin um At-
landshafið fóru harðnandi. Það leiddi af sjálfu
sér, að siglingarnar vestur myndu torveldast
til stórra muna við það, og einnig við sívaxandi
þátttöku Bandaríkjanna, Bretum til styrktar.
Samt hafa forráðamenn þjóðarinnar í þessum
málum flotið sofandi að feigðarósi. Látið hvern
dag nægja sína þjáningu og safnað pundum, en
gleymt kornhlöðum landsins. Sjómaður.
VÍKINGUR