Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1941, Qupperneq 14

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1941, Qupperneq 14
„Vs Hi“ ð tundurduflaveiOum Þann 13./3. sl. lagði varðskipið „Þór“ út, héð- an úr Reykjavík, á tundurduflaveiðar. Þetta er í fyrsta sinn í sögu landsins sem íslezkt skip með íslenzkri áhöfn er starfrækt í þessum tilgangi. sem eins og á stóð var bráðnauðsynlegur. Á þessum tíma hafa af v.s. Þór verið skotin í kaf eða gerð óvirk 14 tundurdufl á mismunandi stöðum umhverfis landið. — Skipherrann, Hannes Freysteinsson, hefir góðfúslega látið blaðinu í té útdrátt úr dagbókum skipsins, og fer hann hér á eftir: Þann 13./3. kl. 20.00 var farið af stað frá Reykjavík, áleiðis til Norðurlandsins, til þess að reyna að granda rektundurduflum. Komið við á fsafirði. Og þar beðið eftir H. M. S. Skyrakk, og fenginn þaðan maður, Mr. James Tilney, sem er sérfræðingur í því að gera óvirk landföst dufl. Þann 16./3. farið frá ísafirði og leitað að duflum í ísafjarðardjúpi og meðfram ströndinni að Horni og þar legið og beðið eftir birtu. Þann 17./3 farin siglingaleið að Skaga og inn í Skagafjörð. Kl. 15.15 17./3. sást tund- urdufl á reki, 1 mílu SA. af Þursarskeri, og var því sökkt með riffilskotum. Síðan var hald- ið yfir Skagafjörð og kl. 17.30 sást annað dufl á reki út af Haganesvík, og var því einnig sökkt. Síðan var haldið til Siglufjarðar og þar legið vegna óhagstæðs veðurs. Þann 21./3. farið frá Siglufirði yfir á Haganesvík og farið þar í land og gert óvirkt tundurdufl, er lá þar í fjörunni rétt fyrir neðan fjárhús, er voru þar. Hafði bóndinn flutt allar kindurnar úr fjárhúsinu til næsta bæjar, vegna hættu, er stafaði af tundur- duflinu. Síðan var tundurduflið tekið um borð, er það hafði verið gert óvirkt. Síðan var leitað eftir duflum út af Haganesvíkinni. Kl. 15.40 sást dufl 7 mílur NV. af Sauðanesvita, og var því sökkt með riffilskotum. Var svo ieitað djúpt og grunnt út af Siglufirði, og urðum við einskis varir, og var þá haldið inn til Siglufjarðar aft- ur. Þann 22./3. kl. 06.00 var farið frá Siglu- firði og haldið austur með, fyrir Melrakkasléttu og inn Þistilfjörð, og þar leitað að duflum. og fyrir myrkur var haldið til Raufarhafnar. 23./3. kl. 08.00 var sérfræðingurinn sendur landveg inn í Hrútavog til þess að gera þar landfast tundurdufl óvirkt. Einnig var sendur mótor- bátur til þess að reyna að ná duflinu út. En þar sem útgrynni var mikið og brim, tókst ekki. að ná duflinu út. Var gerð ítrekuð tilraun til þess að skjóta línu í land, og við það vildi það óhapp til, að 1. stýrimaður, sem skaut línunni í land, varð fyrir því að fá framan í sig púður frá einni rakettu, sem mun hafa verið gölluð. Brendist stýrimaðurinn við það nokkuð í and- liti. Var duflið gert óvirkt, en náðist ekki út vegna versnandi aðstöðu. Þann 24./3. kl. 06.00 var farið frá Raufarhöfn, með landinu, fyrir Melrakkasléttu, yfir Axarfjörð og Skjálfanda. Komið til Siglufjarðar í rökkur byrjun. 25. /3. kl. 05.00 farið frá Siglufirði vestur með og inn Skagafjörð. Komið við á Sauðár- króki og haft tal af sýslumanninum þar, til að fá upplýsingar varðandi tundurdufl. (Kom þar margt manna til að skoða tundurduflið, sem við höfðum á þilfarinu. Kom þar og einnig skólastjóri staðarins með skólabörnin, til þess að lofa þeim að sjá duflið). Síðan var haldið út Skagafjörð, fyrir Skaga og inn Húnaflóa. Kl. 20.00 sást dufl á reki 4 mílur A. af Kaldr- ananesi á Ströndum, og var því sökkt. Síðan var haldið að Reykjarfirði og lagst út af Gjögri, og legið þar yfir nóttina. 26. /3. árla morguns var haldið út með Strönd- um. Kl. 09.25 sást dufl á reki í sigiingaleið frá Gjögri að Andnúpsboða, oog var því sökkt. Var síðan haldið fyrir Horn, og leitað meðfram ströndum, og síðan haldið til ísafjarðar. 27./3. farið frá ísafirði, áleiðis til Furufjarðar og Þaralátursfjarðar. Þann 28./3. árla morguns sást tundurdufl út af Smiðjuvík, og var þegar hafin skothríð á það, og var því sökkt. Síðan var haldið til Furufjarðar og farið í land og gert óvirkt tundurdufl, sem var þar í fjörunni, skammt frá mannabyggðum, og var það síðan tekið um borð. Þá var haldið út á fjörðinn og VÍKINGUE 14

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.